Tölvutæk þrívíddarhönnun
CAD (Computer Aided Design) - eða tölvustudd hönnun - kallast það þegar
hönnunarvinna fer fram á tölvuskjá með tilstuðlan teikniforrita. Slík vinna
hraðar hönnunarferlinu og er þar af leiðandi hagkvæm. Þessi forrit eru notuð í ýmsum
tilgangi allt frá því að teikna rafrásir yfir í að teikna þrívíddarlandslag.
Hægt er að nota margar tegundir af CAD – teikniforritum eins og Prodesktop og
2D-Design frá Techsoft en það er hvað algengast í erlendum grunn- og
framhaldsskólum.
Hugtaksleg hönnun (Conceptual design) er
aðferð sem leyfir verkfræðingum og hönnuðum að skoða hugmyndir á fljótlega hátt
sem þrívíð líkön. Seinna er hægt að endurgera þessi líkön með því því að
málsetja
(sjá málsetningar:constraints) alla hluta líkansins.
Þrívíddarhönnun í
Prodesktop byggist á eftirfarandi:
- tvívíddarteiknun sem sem byggð er á tveimur víddum (x og y ásum), mótun á
einstökum hlutum líkansins og heildarmyndinni sem birtist þegar mismunandi
hlutar líkansins hafa verið settir saman.
- safni af efnisáferðum sem hægt er að nota til að sýna
þrívítt líkan mótað
úr mismunandi efnistegundum. Hægt er að skoða líkanið með mismunandi
lýsingu sem gerir það raunverulegra.
Auðvelt er síðan að setja upp vinnuteikningu af fullmótuðu líkaninu. Til að
átta sig betur á þessum þáttum er t.d. hægt að skoða þróunarferil verkfærakassa
(sjá frekar).
|