Grunnatriði í tölvustuddri þrívíddarhönnun
Í eftirfarandi námsþætti verður fjallað um grunnvallaratriði í hönnun þrívíðra líkana í Creo. Nauðsynlegt er að tileinka sér þekkingu á þessum atriðum strax í upphafi námsins og öðlast leikni í notkun þeirra. Þessi atriði eru sameiginleg með flestum þrívíddarforritum og auðveldar tileinkun þeirra notandanum notkun annarra hliðstæðra forrita og undirbyggir flóknari vinnu.
Fyrst verður fjallað um skissugerð sem er undistaða líkanagerðar í hnitarúmræðilegri líkanagerð. Síðan verður fjallað um þátti er lúta að þrívíðri formvinnu og þróun þrívíðra líkana.
Nauðsynlegt er að kunna skil á tölvustuddri hönnun þegar tekist er á við nútíma vöruhönnun þar sem notkun stafrænna gagna er orðin sá miðill sem notaður er í framleiðsluiðnaðinum. Á síðustu tíu árum hefur þrívíddarhönnunarhugbúnaður einnig orðið aðgengilegri, þróaðri og því auðveldari í notkun.
Í þessum þætti förum við í gegnum notkun grunnatriðanna Extrudes (móta) og Revolves (snúa) við gerð líkana sem byggjast á ólínulegum formum og samliggjandi hlutum Sweeps (sveiflu) og Blends (blanda saman). Síðan skoðum við hvernig hægt er að breyta þessum formum með tileinkun skipananna Fillet (rúna), Chamfer (fasa), Hole (gata) og Shell (hola að innan). Síðan skoðum við hvernig hægt er að fjölfalda þessi form með notkun skipananna höndla þrívíddarþætti svo sem speglanir og brautir (Edit Features: Mirror and Pattern).
Grunnur slíkrar vinnu er yfirleitt er tvívíddarteikning. Við munum því skoða hvernig hægt er að teikna trausta undirstöðuskissu sem felur í sér hönnunarásetning okkar og aðlagast síðan að þróun líkansins.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að þegar hugmynd er þróuð í þrívíddarhugbúnaði að líkanið verður að þróa á skipulegan hátt og undirstaðan verður að vera vel ígrunduð. Slík vinnubrögð taka meiri tíma í upphafi en auðvelda að lokum samskipti við framleiðendur hugsanlegrar vöru og framleiðsluna sjálfa. En fyrst er þarf að skissa upp grunnmyndina.