Tölvustudd framleiðsla


Sjálfvirknin er orðinn stór þáttur í okkar daglega lífi, bæði á heimilum og á vinnustöðum.

Hægt er að nota tölvur til að stýra vélum sem framleiða vörur. Í iðnaði hefur þetta verið gert í fjölda ára. Þessi aðferð kallast tölvustudd framleiðsla eða CAM. Í verkfræðiiðnaði er notuð aðferð við tölvustudda framleiðslu sem kallast töluleg stýring með tölvu eða CNC.

CNC er búnaður sem hægt er að stjórna með tölvu til að móta hluti. Með þessari tækni er hægt að fjöldaframleiða hluti á skömmum tíma, með mikilli nákvæmni. Nemandi sem fer í gegnum slíkt ferli kynnist heimi nútíma iðnhönnunar og upplifir hönnunarferlið frá fyrstu hendi þ.e. frá hugmynd (í huga) yfir í framleidda vöru (í hendi). 

Til eru margar tegundir af slíkum framleiðslutækjum s.s. tölvustýrðir fræsarar saumavélar, leiserskurðartæki, gifsprentarar o.fl. Hér að neða sjást nokkur dæmi um þessar vélar.



 

Denford Milling Machines – 3 Axis

 

Boxford Router – 3 Axis



Series High Speed Laser Cutter HS-T9060D/1260



Solido’s SD300 Pro 3D p