Hlaða upp verkefnum


Áður en byrjað er þarf að tryggja að skrárnar séu með sérstakt heiti svo megi þekkja þær.  

Windchill gagnagrunnurinn (vísað til sem Commonspace) getur innihaldið tvær skrár með sama heiti þótt þær séu ekki í sömu möppu.

 

Vista skal fyrst í Creo allar tengdar verkefnaskrár á vinnusvæðið (Workspace).

Íhuga þarf allan skyldleika, hlaða inn allar teikningar, samsetningar, undirsamsetningar og framleiðsluskrár í verkefninu og bæta inn öllum skrám sem eru á efsta stiginu.  

Næsti gluggi mun lista upp allar skrár á efsta stiginu og allar tengdar skrár.  Ef upp kemur gulur varnaðarþríhyrningurinn fyrir neðan þá ert að hlaða upp skrám með álíka heitum og skrár sem eru til staðar á gagnagrunni netþjónsins.  

Loka vinnumöppunni eða búa til nýja möppu fyrir skrárnar sem hlaða á upp. Ef með þarf er hægt að búa til nýja möppu í glugganum Set Location 

 

Skrárnar á vinnusvæðinu (Workspace) er nú hægt að skoða í netþjóninum. Velja skal allar skrárnar og nota Check In táknið fyrir ofan listann.  Síðan skal fjarlægja allar skrárnar úr vinnusvæðinu (Workspace).

Þetta mun loka skránum og fjarlægja úr vinnuskráarsafninu í Creo og fjarlægja þær úr Windchill vinnusvæðinu (Windchill Workspace).  Síðan ætti að athuga skrárnar á netþjóninum til að halda vinnunni áfram. Þetta ferli tryggir að viðkomandi sé að vinna að sannri útgáfu af skránni og ekki í skrá sem er vistuð á tölvunni. 

 

Sviðsmynd: Verkefni er skráð út og inn á vinnusvæðið og  búin hefur verið til ný skrá sem þarf að hlaða upp á netþjóninn.

Að vista skrána þýðir að hún birtist inni í vinnusvæðinu og er ekki ennþá á netþjóninum. Nota skal hlaða upp táknið (Upload) í skráarröðinni til að hlaða skránni inn á netþjóninn.  

Fjarlægja skrár

Ef þarf að færa skrár í aðra möppu þá er algengt að gleymst hafi að skilgreina staðsetninguna þegar var hlaðið upp og þá þarf að:

§  Velja skrána og opna HMT og könnunarboxið (check box)

§  Actions > Cut

§  Leita að möppunni sem skráin á að fara í

§  Actions > Paste.

 

Flytja skrár frá netþjóni á drif í tölvu

Á vinnusvæðinu (Workspace): Velja skrár > Tools > Export from Workspace

Í  Windchill möppu: Velja skrár> Actions > Export.