Kynning á tölvustuddri framleiðslu

 

CAD/CAM kallast það þegar tölvur eru notaðar við hönnunarvinnu og tölvustýrðar vélar sjá um framleiðsluna.

CAM ( Computer Aided Manufacturing) eða tölvustudd framleiðsla er gerð hluta sem er stjórnað af tölvu samkvæmt tölvustuddri hönnunarteikningu. Hluturinn er síðan mótaður í  vélum sem eru kallaðar CNC vélar (Computer NumericallyControlled). Einnig er hægt að nota svokallaða frumgerðasmíðaprentara sem byggja þrívíðan hlut upp í lögum vanalega úr plasti, en sumar gerðir geta einnig notað málmduft. Slíka hluti er hægt að herða og nota t.d. í vélar.


CNC er búnaður (sjá vídeo) sem hægt er að stjórna með tölvu til að móta hluti.  Með þessari tækni er hægt að fjöldaframleiða hluti  á skömmum tíma, með mikilli nákvæmni.  Nemandi sem fer í gegnum slíkt ferli kynnist heimi nútíma iðnhönnunar og upplifir hönnunarferlið frá fyrstu hendi þ.e. frá hugmynd (í huga) yfir í framleidda vöru (í hendi). Til eru margar tegundir af slíkum framleiðslutækjum s.s. tölvustýrðir fræsarar saumavélar, leiserskurðtæki, gifsprentarar o.fl.


Í verkfræði er CNC skilgreind sem aðferð við tölvustudda framleiðslu og kölluð töluleg stýring með tölvu.  Forrit sem samanstanda af talnaröðum eru notuð til að stýra og stjórna vélunum. Tölvuforrit á borð við Creo gerir kleift að hanna hlut á skjánum og búa hann svo til með aðstoð tölvustýrðra véla. Í ferlinu frá teikniforritinu til framleiðslu hlutarins er teikningin yfirfærð á vélamál með svo kölluðum G-M kótum sem eru byggðir á Fanucstaðli, sem segja má að sé grunnstaðall í flestum vélarkóðum.


Hlaðið nú niður þessum CNC hermi og setjið upp á tölvunni ykkar, en en sýnir aðgerðirnar á tölvuskjá.  Hægt er að sjá fyrir vinnuferli hluta sem þið teiknið upp í Creo.  Einfalt er að nota þetta og skemmtilegt. Sýndarskrár (demo) eru inni í möppu sem forritið er í.  Nóg er að opna forritið, hlaða niður sýndarskrá og setja í gang.


1. Gítar unninn með CNC.      2. Skólaverkefni unnið með Creo og CNC .