Kynning á VRML

 

VRML er stytting á Virtual Reality Modeling Language.  Þetta er snið fyrir þrívíðar myndir og er óháð stýrikerfum.  Því er auðvelt að flytja myndir á slíku sniði yfir vefinn.  Til að skoða VRML myndir þarf sérstaka vefsjá og plug-in (sjá link).  VRML myndir líkjast sýndarveruleikamyndum, þær eru þrívítt umhverfi sem notandinn getur „farið inn í“ og framkvæmt eitthvað.  Slíkar myndir geta líka krækt í önnur skjöl; myndir, texta eða annað þrívítt umhverfi. 

Hægt er að vista þrívíddarskrár í Creo 2 sem VRML og skoða þau t.d.  í Explorer  eða sérstökum VRML skoðurum. Hlutnum er hægt að velta til og frá, stækka og minnka og svo framvegis. 

Til að prufa þetta á einfaldan hátt til að skilja betur hugmyndina er hægt að hlaða niður viðbótum fyrir Explorer 7 frá Cortona.  Síðan exporterið þið einhverri mynd úr Creo sem VRML og opnið síðan í Explorer.  Góða skemmtun.  Auðvitað er þetta einföld tilraun, en til eru forrit til að setja upp sýndarheima sem VRML með tilheyrandi hreyfimyndum.  Þau byggja á því sama. Dæmi um slíkan heim er t.d. Second Live.  Þátttakendur geta tekið þátt í mótun hans með eigin teikningum og þess vegna sett upp sinn sérstaka heim.

Hlaðið niður viðbót fyrir VRML Cortona® VRML Client og fiktið ærlega. Yfirleitt birtist myndin lítil í upphafi svo stækkið hana og prófið svo að færa til.