Myndsetning þrívíddarlíkana

Að glæða líkan útliti

Myndsetning þrívíddarlíkana gefur tilfinningu fyrir þrívíddarlíkani eins og búið væri að smíða það. Myndin gefur grunnhugmynd um yfirborðsáferðir, liti, skugga, endurvarp birtu og lýsingu.  Einnig gefur aðferðin til kynna áhrif umhverfisþátta eins og dýptarinnar, umfangið umhverfis líkansins, dreifingu birtunnar, vídd linsunnar sem horft er í gegnum og þokuáhrif. Efnislegir eiginleikar líkansins eru búnir til og umhverfisins sem skapað er í kringum líkanið.

 

Þegar þessi vinna þokast áfram þarf að taka tillit til margra áhrifavalda sem búnir eru til þegar yfirborð líkansins þróast ásamt uppsetningu lýsingarinnar.  Þessa þætti má móta og vista sem sjálfstæða skrá óháð líkaninu og nota við myndsetningu annarra líkana. Á þennan hátt er hægt að byggja upp eigið safn af tölvugerðum áferðum.


HDRI (High dynamic range image) lighting

Creo notar HDRI tæknina sem er safn aðferða sem notaðar eru við myndvinnslu og ljósmyndun til að ná fram víðu sviði milli ljósustu og dekkstu svæða í mynd. Þetta gefur betri útkomu en venjulegar stafrænar ljósmyndaaðferðir. HDR myndir geta sýnt lýsingu nær því sem gerist í raunveruleikanum svo sem allt frá sólarljósi að birtu frá stjörnubjörtum himni. Þessi áhrif eru oft byggð á mögum myndum af sama umhverfinu við mismunandi ljósskilyrði. Sjá nánar um: HDRI  á vefnum.