Tölvustudd myndsetning í Creo 2


Eftirfarandi þættir varða tölvustudda myndsetningu í Creo:

§  Ytra útlit

§  Sjónarhorn

§  Stillingar útlitsþátta

§  Sviðsmynd líkansins

§  Herbergi

§  Lýsing

§  Áhrifaþættir

§  Útlitshönnun sviðsmyndarinnar.

Þó að ekki sé hægt að búa til fullkomna myndsetningu í Creo þá er þessi þáttur forritsins góður til að setja upp á fljótlegan hátt eftirlíkingu af raunútliti líkans sem gefur hugmynd um hvernig það liti út eftir smíði þess. Kostir þessa í Creo eru sérstaklega:

 

  1. Full tengsl við líkanið
  2. Sneitt er hjá vandamálum er tengjast túlkun tölvutækra upplýsinga  
  3.  Myndsetningu sem búið er að búa til fyrir ákveðið líkan er hægt að vista sérstaklega og nota aftur á önnur líkön.

 

Sjálfgefið er að raungerðar myndir í Creo (.prt or .asm) byggi á vinnslueiningunni ARX (Advanced Render Extension).  Þessa tilvísun er hægt að sjá undir heitinu Photolux í umhverfi Creo og er grundað á Mental Ray, sem er angi af nVidia myndsetningarvélinni.


Allar aðgerðir sem þarf að framkvæma til að setja upp sviðsmyndina og glæða hana útliti er hægt að framkvæma í Render dálknum. Hafa skal hugfast að einfaldleiki og tilraunastarfsemi eru lykilorðin fyrir tölvugert útlit líkana í Creo.