Plön/innufletir (sléttur)


Plön eru grunnur allra teikninga og líkana. Plönin (slétturnar) útvega okkur skírskotun fyrir alla hluti sem teiknaðir eru í forritinu. Plan er hægt að líkja við þunna glerfilmu sem er þakin málningarefni sem gerir kleift að hægt sé að teikna á hana. 


Þegar nýtt hönnunarverk er búið til byggir það sjálfkrafa á þremur sjálfgefnum grundvallarvinnuplönum:

  • grunnfleti  (base),
  • enda (frontal),
  • hlið (lateral).

Byrjunarplanið (base/frontal/lateral) er eini vinnuplanið sem inniheldur upphafsskissuna. Hún er kölluð byrjunarskissa (Initial). Hægt er að velja öll plönin (slétturnar) sem byrjunarvinnuflöt. Hægt er að búa til ný vinnuplön út frá öllum sjónarhornum og staðsetja hvar sem er. Vinnuplan getur innihaldið eina eða fleiri skissur.  


                                                                        Hinir þrír grundvallandi vinnufletir

 

Nokkur grunnatriði út frá ofangreindu:

  • ekki er hægt að teikna upp form á vinnuplan;
  • aðeins er hægt að teikna upp grunnskissu til að byggja formið á;
  • þegar þú býrð til vinnuplan inniheldur það ekki skissu; 
  • þú verður að bæta skissu við nýjan vinnuplan, áður en þú reynir að teikna;
  • hvert vinnuplan getur innihaldið margar skissur;
  • þú getur búið til eins mörg vinnuplön til viðbótar við grunnplönin og þurfa þykir.


Vinnuplan valið

  • skoðaðu öll vinnuplönin (slétturnar) með því að smella á vinnuplanið í vinnuumhverfinu;
  • smelltu á það vinnuplan sem þú vilt nota.

Að búa til nýtt vinnuplan

Flest hönnunarverk krefjast viðbótarvinnuplana (sléttna).

Til að búa til nýjtt vinnuplan þarf að:

  • ákveða afstöðu hins nýja vinnuplans með því að smella á eitt planið;
  • velja eitt af grunnvinnuplönunum eða hluta af líkani til að gefa til kynna afstöðu viðkomandi vinnuplans;
  • velja Plain (vinnuflötur) í vinnuflatarvalmyndinni

  • gefa hinu nýja vinnuplani viðeigandi heiti í samskiptakassanum fyrir myndun nýrra vinnuplana.

 

                                            Mynd: Bláa planið er vinnuplanið sem búið var til samsíða grunnvinnuplaninu.