Hönnunarviðmið


Nauðsynlegt er að skilgreina hönnunarviðmiðið í upphafi hönnunar líkana.  Hönnunarviðmið segja til um hvernig líkön sem verið er að hanna haga sér þegar stærðum þess er breytt.

Dæmi um hönnunarviðmið er hvernig hönnuður býr til og ákveður stærð gats í samstæðum lömum. Gatið getur til dæmis verið í ákveðinni fjarlægð frá horni eða brún eða það getur verið í miðjunni á fletinum. Ef stærð flatarins breytist verða öll hlutföll að breytast rétt. Þetta er hinsvegar háð því að hönnunarviðmiðið hafi verið skilgreint í upphafi hönnunar hlutarins.

Creo áttar sig á eða fangar hönnunarviðmið við gerð líkana svo sem innbyrðis hlutföll, mælistærðir og hegðun líkansins. Hægt er t.d. að teiknað línu sem er nákvæmlega málsett eftir á. Einnig er hægt að breyta skissu og stærðum hennar hvenær sem er og endurbygga líkanið. 

Í eftirfarandi dæmi er fyrsta gatið stöðug en annað gat búið til samkvæmt samjöfnun það fyrsta, en hin tvö eru speglun þeirra fyrrnefndu. Þegar stærð lamanna breytist dreifast götin eðlilega á flöt hinnar nýju hönnunar.

.                   


Ef við ætlum okkur t.d. að endurhanna hjól þurfum við að skoða uppbyggingu hefðbundins hjóls:


- lóðrétt og miðlægt plan (slétta) hjólsins inniheldur marga sammiðja hluta

- teinar gjarðanna eru allir með miðjuna á öxli hjólsins

- fótstigin eru á móti hvort öðru í láréttri stöðu

- öxlar gjarðanna eru næstum samsíða miðjuöxli fótstiganna  

- öxlar fótstiganna er 90 gráður á sammiðja miðflötinn í eðlilegri stöðu.


Þetta er dæmi um samhengi milli flatarmálsfræði og stærðarhlutfalla sem verður að vera stöðugt og má ekki breytast, þó að hinir þættirnir eins og stærð grindarinnar breytist. Þetta er það sem kallað er hönnunarviðmið.

Hönnunarviðmið líkans eða vöru sem verið er að hanna eru klófest af forritinu. Þeim er stjórnað í gegnum flatarmálfræðileg sambönd og samhengi, svo sem að vera samhliða, lárétt, sammiðja og svo framvegis.   

Stærðunum er síðan stjórnað með viðeigandi viðmiðunum. Ein af algengustu viðmiðunum í vöruhönnun er samhverfa. Auðvelt er að höndla þessa viðmiðun í hnitarúmfræðilegum teikniforritum.

Samhverfa

Í iðnhönnun og vöruhönnun eru mörg viðfangsefni samhverfa þar sem annar helmingurinn er speglaður og gerður að hinum. Í hönnunarferlinu eru líkön þróuð, þeim breytt og oftlega uppfærð eða endursköpuð. Hinsvegar er það ekki fljótleg aðferð að breyta einni hlið á líkani án tillitis til hinnar.

Ef líkan er samhverft verður að gera ráð fyrir samhverfunni í ferli líkanagerðarinnar. Í hnitarúmfræðilegum teikniforritum er auðvelt að takast á við þetta þannig að hver breyting á upprunalegri hlið líkans kalli sjálfkrafa fram breytingu á hinni hlið þess. 

Áður en þú byrjar verður þú að velta fyrir þér stöðu líkansins og í tengslum við grunnplönin og eitt þeirra verður að nota sem samhverft  plan. Gott er að gefa því viðeigandi heiti til glöggvunar svo sem CL sem er algeng samstöfun fyrir miðlínu sem er seinna hægt að nota í vinnuteikningum af hlutnum.  Þess vegna er best að hanna líkanið þannig að önnur hlið CL plansins verði samhverf. Vertu viss um að hvert atriði skiptist þægilega milli spegluðu flatanna (sjá frekar yfirborðsgrunduð líkanagerð).


Speglun alls líkansins

Þegar þú vilt spegla líkani velur þú einfaldlega heiti líkansins efst í glugganum sem sýnir ferli hönnunarvinnunnar og velur síðan speglunarskipunina. Þessi aðgerð mun síðan innihalda allar rúmfræðilegu aðgerðirnar sem framkvæmdar hafa verið í hönnun líkansins og til verður annar helmingur á spegluðu  plani.

Breyttu sérhverju atriði áður en þú speglar svo þú þurfir ekki að gera það eftirá. Ef búið er að skilgreina sammiðja vinnuplan einfaldar það allar samsetningar eftirá (sjá nánar endurtekin rúmfræðileg líkanagerð með speglun).

 

Að klófesta hönnunarviðmið í teikniforriti

Stærsta ástæða þess að gott er að nota teikniforrit eins og Creo til að hanna vöru er að það einfaldar þróun hennar og hægt er að breyta stærðunum mörgum sinnum áður en lokalausnin er fundin. Ef hönnunarviðmiðin eru vel skilgreind í líkaninu verður þróun þess einfaldari, fljótlegri og traustari.

Skoðaðu myndina hér að ofan. Ef að hönnuðurinn hefði lýst líkaninu fyrir öðrum hefði lýsingin innihaldið rétthyrndan platta í miðju hallandi plans og tvö göt sem voru boruð í plattann. Þetta er stundum kallað  listun séreinkenna eða þáttalistun.

Rétthyrndi plattinn er einn þáttur og holurnar eru annar þáttur. Sérhvert þessara atriða innihalda sínar eigin stærðir og stærðir sem tengjast öðrum þáttum.  Stærð þáttanna og afstaða þeirra vísar til grunnþátta hönnunarinnar.

Plattinn er staðsettur á skáhallandi yfirborði í fjarlægð frá hliðarveggnum og botnbrúninni. Það er x mm vítt og y mm hátt. Ef staðsetning plattans breytist vil ég ekki að stærð hans breytist. Gatið er x mm og y mm frá brún plattans. Er plattinn hreyfist þá verður gatið að vera á sama staðnum á plattanum. Þessar síðustu forsendur voru hönnunarviðmið. Þau verða að birtast í skilgreindum stærðum hönnunarinnar eða mælivíddum líkansins.


Ef ég reyni að hreyfi plattann með því að nota stærðirnar 20 og 10 á vinstri hluta plattans þá mun allur plattinn einnig breyta um stærð. Ég verð því breyta öðrum stærðum í 38 og 45.

Stærðirnar hægra megin mæta betur hönnunarviðmiðum mínum sem gerir að verkum að ég get hreyft plattann án þess að það hafi áhrif á stærð hans. En ef stærðirnar hægra megin mæta ekki miðjustillingunni á gatinu á plattanum er best að staðsetja gatið á miðju plattans. 

Mikilvægt er að hugleiða hönnunarviðmið strax í upphafi hönnunarinnar því þau verða mikilvægari eftir því sem líkanið verður flóknara og afleiðingar þess að breyta stærðum áhrifameiri. Með því að skilgreina viðmiðin snemma í hönnunarferlinu sparast einnig tími, því hönnunarverkið verður flóknara eftir því sem líður á ferlið (sjá frekar vinnuteikningar: smáatriði, en þar er gerð grein fyrir mismunandi aðferðum við að breyta stærðarhlutföllum).