Gerð gegnheilla forma
Heildir í þrívíðri líkanagerð í Creo byggja á þrennskonar rúmfræðilegum aðgerðum sem má kalla:
- Viðmiðunarrúmfræði: burðargrindur og vinnuplön er notað til að byggja upp líkanið. Byggir á þáttum eins og bugðum, plönum, einingum og ásum (sjá ítarefni um Reference Geometry).
- Byggingarrúmfræði: form eða hluti af formi sem hefur enga þyngdareiginleika (sjá frekar Mass Properties) og mætti kalla tálmynd. Hluturinn hefur ekki neina þykkt og er ekki gegnheill. Hann er notaður sem grunnur að almennri rúmfræði (sjá ítarefni um Surface Modelling).
- Rúmfræði gagnheilla flata: þegar búið er að sameina grúppu af flötum í lokað rúmtak (form) er hægt að endurhanna það í forritinu og gera það að gegnheilu formi. Yfirborð sem telur sex hliðar er hægt að breyta í tening. En ef ein hlið yfirborðsins er fjarlægð tilheyra hinar hliðarnar aftur byggingarflatarmálsfræði. Lokaður hópur flata er oft sagður vera vatnsheldur eða margþættur.
Boolean aðgerðir
Gegnheilar heildir lýsa rúmtaki í rými þar sem rúmtakið getur bætt við eða dregið efni frá öðru rúmtaki sem er til staðar (sjá ítarefni um Boolean aðferðir). Myndun efnis er oft kölluð framskot og fjarlæging þess afskurður. Ef eitt framskot skarast við annað sameinast þau sjálfkrafa.