Lýsing
HDRi sviðsmyndir byggja á kúlulaga HDRi myndinni sem umlykur líkanið. Þær stjórna lýsingunni og búa til háljós og skugga. Ekki ætti að þurfa aðra lýsingu fyrir þessa uppsetningu.
Aukalýsing ætti ekki að vera vandamál í tómu umhverfi sviðsmyndar eða í sviðsmynd sem ekki er með mynd af raunverulegu innra eða ytra umhverfi. Ef fengist er við raunverulegt innra og ytra umhverfi þá ætti að hugleiða stefnu hverrar aukalegrar ljósuppsprettu með tilliti til meginljósuppsprettna í myndinni svo sem sólarinnar.
Einföld sviðsmynd Scenes með enga HDRi mynd treystir á uppsetningu háljósa og skugga.
Það finnast margar gagnlegar leiðbeiningar og upplýsingar á vefnum (hér og þar) fyrir frekari umhugsun um uppsetningu lýsingar í myndsetningu. Atriðin þrjú aðalljós, ljósfylling og umlykjandi lýsing (Key, Fill og Rim) eru atriði sem gott er að byrja á. Lýsing úr fjarlægð (Distant) er venjulega áhrifaríkari en kastaraljós (Spotlights) þegar stjórna á skuggum.
Uppsetning lýsingarinnar er hægt að vista og nota við myndsetningu annarra líkana. Velja skal ljósið sem kosið til að breyta. Velja skal augntáknið (Eye) til að slökkva á ljósinu.
Umhverfis ljósin (Environment) er stilling eða uppsetning HDRi lýsingarinnar. Velja skal litaskala myndina undir umhverfisljós (Environment Light) til að breyta HDRi myndinni. HDRi myndir er hægt að finna á vefnum með því að leita undir enska heitinu HDRi maps eða HDR maps.
Studio_soft.hdr er góð grunnlýsing eða uppsetning fyrir venjulega partakynningu. Fara skal eftir litaskalanum colour swatch undir heiti (Name). Nýtt ljós er stillt sem hvítt og verður ekki strax sýnilegt. Hreinn hvítur litur er venjulega of sterkur og það þarf því að velja litaskalann og lækka stillinguna í grátt.
Leyfið skugga (shadows)
Sýnið ljóstáknið í myndbirtingarsvæðinu til að leyfa breytilega stöður. Slökkva skal á ljósinu sem skín á líkanið svo hægt sé að velta líkaninu til með þeirri lýsingu sem var upphaflega sett upp.
Stilla afstöðu og stærð ljósanna
Gott er að gera tilraunir að draga ólík atriði lýsingarinnar inn í svæði myndbirtingarinnar. Hægt er bæði að draga stefnumið ljósanna til, eins og ljósið sjálft. Með sviðsljósunum (kösturum) er einnig hægt að draga til keilulaga hornið. Mörg þessi atriði er einnig hægt að stilla í glugganum fyrir ljósin.