Splínu bogar
Að ákveða stærð splínuboga
Einfaldast er að líta á splínu sem mjúka kúrfu með radíus sem sífellt er að breytast og sem ferðast í gegnum hóp af hnitum sem stjórna lögun hans. Vegna þess að splína er með síbreytilega radíus er ekki hægt að ákveða endanlega stærð hennar í vinnuteikningum.
Það fyrsta sem þarf til að skilgreina þegar við erum að velta fyrir okkur hvernig við gætum útlistað splínu er hvaða tilgangi hún þjónar í hönnunarverki. Ef hún þjónar einvörðungu útliti eða hefur einungis fagurfræðilegan tilgang og er algerlega ótengd öðrum þáttum hönnunarinnar er hún frekar þýðingarlítil.
Í flestum tilfellum ætti einfaldur afmarkaður útskýringarkassi að nægja sem sýnir hvernig splínan teygir úr og smá skýring sem vísar í stafrænu skrárnar. Ef yfirborð splínunnar hinsvegar tengist öðrum atriðum verður að skilgreina hana nákvæmlega. Í þessu tilfelli verða stafrænu skrárnar, í samhengi nútíma aðstæðna í iðnaði, að vísa til framleiðsluaðferðarinnar eða smíði hlutarins og einföld lýsing ætti því að vera nægileg.
Muna þarf að form vörumerkja fyrirtækja eru oft fyrirfram staðlað og því nóg að gefa upp staðsetningu þeirra á hlutnum og stærð og vísa í upprunalega gerð þess. Hinsvegar er oft beðið um nánari útlistun ef merkingar er tilheyra fyrirtæki eru framleiddar með handvirkum aðferðum. Þá er ekki hæft að nota hina tölvutæku skrá.
Hönnun birtingar viðmiðunarhnita
Búa skal til viðmiðunarhnit staðsett á viðeigandi stöðum á skissuðu splínunni eða hinnar rúmfræðilegu brúnar.
Til að sýna hnit sem vísa til stærðar splínunnar verður að sýna viðmiðunarhnit í teikningunni sem venjulega er búið að slökkva á. Til að stjórna birtingu viðmiðunarhnitanna í teikningunni þá er farið í:
File > Options > Configuration Editor
Option: display_point_tags Value: no
Valmöguleikanum að ofanverðu (Option) er hugsanlega búið að bæta í stillingarstjórann (Configuration Editor) með því að nota leitarmöguleikann (Find) og svo Add/Change og möguleikanum er síðan bætt á listann:
File > Prepare > Drawing Properties > Detail options > Change
Option: datum_point_shape Value: cross eða dot
Option: datum_point_size Value: sem passar við þyngd línunnar og stærð skjalsins
Aðferð
Að fastsetja stærð hvers viðmiðunarhnits getur orðið ruglandi og þarf því að vera á hreinu hvort þetta sé mynd sem sýnir smáatriði eða aðskilið skjal.
Hreinlegri aðferð myndi vera að setja hnitin X Y í töflu og vera viss um að skilgreind sé stærð viðmiðunarhnits.
Að vista splínuhnit í skrá
Hægt er að vista splínuhnit í skráarformi með gildum í Kartesíusarhnitakerfinu. Hægt er að vista splínuhnit í sérstakri skrá með gildi er vísa til slíks kerfis.
1. Í skissuþætti Creo er búin til skissu hnitakerfi (sketch coordinate system).
2. Velja splínu. RMB > Modify. Þá birtist mælaborð splínunnar.
3. Smella á File. Samskipta box birtist.
4. Tengja splínuna við hnitakerfi skissunnar.
5. Smella á Save (vista) táknið. Hnitaskrá .pts verður til.
6. Afgreitt.
Creo býr til skilgreiningu fyrir splínuhnit með hnitakerfi prentað í skrána. Skilgreiningarskráin er stöðluð textaskrá sem hægt er að breyta með því að nota ritvinnsluforrit stýrikerfisins.