Steypuprentari


Loughborough háskólinn í Englandi hefur þróað ferli fyrir prentun þrívíðra steypueininga til að nota í byggingariðnaði. Þessi búnaður gæti orðið undirstaða að nýju tímaskeiði í byggingarlist sem væri betur aðlöguð að umhverfi okkar en nokkru sinni fyrr þar sem tenging vistfræðilegrar nálgunar, fagurfræði og verkfræðilegra útfærslna yrðu undirstaða hönnunarinnar. Á eftirfarandi vef Loughbrough Háskólans má skoða ýmsar upplýsingar um þessar rannsóknir og á eftirfarandi myndskeiði eru þær kynntar.