Að fínstilla blöndu skila
Yfirborðsfletir plana ásamt skipununum fylla og klippa til (Fill, Trim)
Ekki skal búa til yfirborð á sléttum grunnfleti með blöndun takmarkana (Boundary Blend). Þessi virkniþáttur er til að búa til yfirborð með bogalínum í báðar áttir eða blöndu í tvær áttir. Ef búa þarf til slett yfirborð skal nota skipunina 'fylla' (Fill) til að ‘fylla’ skissu eða klippa til/sameina eða móta/skera yfirbyggt eða formað yfirborð.
Talning skila (Boundary count)
Hægt er að búa til yfirborð með tveimur eða þremur skilum en það getur verið vandasamt ef ætlunin er að búa til gegnheilt form. Í upphafi ætti alltaf að reyna að búa til yfirborðin þar sem fjórar hliðar blandast, þ.e. tvö pör af bogum.
.
Virkniþátturinn Talning skila (Boundary count) er svipaður og blöndun takmarkana (Boundary Blend) (linkur í Blend). Tvö pör af gangstæðum skilum er hægt að blanda inn í hvort annað í gegnum hvaða millisnið (intermediate) sem er. Þessar tvær blöndur eru síðan jafnaðar út til að forma eitt yfirborð.
Blöndun skila þarf ekki aðeins að vera 4 bogar. Hægt er að nota eins mörg snið og hver vill, ef þau liggja í sitthvora áttina. Fyrst skal safna skal saman sniðum fyrir fyrstu stefnuna (1st Direction) og síðan skal safna saman sniðum fyrir seinni stefnuna (2nd Direction).
Athuga skal að horntenging á fyrstu bogastefnu að annarri bogastefnu getur ekki verið snertilínusamband. Boginn á horninu mun þá fara í sömu átt og ekki fullnægja þörfinni fyrir boga í tvær blandaðar áttir. Ef sett er upp skilyrði (snertilína og bogadregið framhald) á nýju yfirborði sem vísar í eiginleika annars yfirborðs þá verða venjuleg skil á yfirborðinu. Einnig er hægt að nota byggingarboga eða brún sem skil fyrir hið nýja yfirborð.