Fösun

 Fösunareiginleikar

Fösun er að skipta út brún með jöfnu gráðuhorni (sjálfgefið) milli tveggja móðurflata með yfirborðsfleti.

 

Ef að móðurfletirnir mætast með hallahorni sem er stærra en 180 gráður þá fer efnið í burtu, en ef hornið er minna þá bætist efni við.

 

Til að búa til fösun:

Virkja skal  sneiðingaverkfærið

Velja brún eða brúnir og stilla stærð fösunarinnar.

 

Brúnakeðja (setja link á Edge chains) og samstæða

Nota Ctrl til að velja margar brúnir og fösun með sömu hnitum  

Nota Ctrl til að velja margar ótengdar brúnir til að fasa með sömu hnitunum.  

 

Brúnir sem mynda samstæðu (Set)

Ef valdar eru mismunandi brúnir án þess að þrýsta á Ctrl takkann verður til samstæða með nýjum hnitum. Þetta leyfir stjórn fösunarflatanna sem væri eitt atriði og er árangursrík aðferð til að minnka lengd líkanatrésins.

Ef völdu brúnirnar eru tengdar við brún sem kemur á eftir þeim, með snertilínu sem tengist með snertilínutengingu, þá verður til brúnarkeðja. Brúnirnar fasast síðan þangað til að samskeyti sem eru ekki með snertilínutengingu komast að.   

Inndregnar brúnir (Intent edges)

Þegar valin er tilvísun fyrir fösunareiginleika er annaðhvort hægrismellt (snöggt HMTHMT > Valið af listanum (Pick from list) og inndregnu brúnirnar finnast (Intent Edges) sem brúnir er skilgreina hönnunarásetningin (linka í design intent).  Þessi brúnarkeðja (edge chain) eða safn af brúnum er skilgreint eru með umhverfiseiginleikum en ekki með eiginleikum brúnarinnar sjálfrar.

Í dæminu að ofan er fösunin á neðsta hluta minni formshlutans með tilvísun í inndregnu brúnina umhverfis neðsta hlutann brúnina á milli þáttanna tveggja.  Áformið er að búa til fösun milli þáttanna en ekki að búa til fösun á sérstakri brún.

 

Foreldraformheildinni er breytt og til verður ný samstæða af brúnum milli tveggja þátta formheildarinnar. Fösunin breytist síðan í samræmi við þessa breytingu.

 

Fösunarþversnið (Chamfer cross section)

Stærðarskemað fyrir fösunarþversniðið getur verið:

Þessi þversnið er hægt að nálgast í gegnum mælaborðið (dashboard).  Ólíkt rúningaraðferðinni þá getur fösunarsneiðingurinn ekki breyst eftir endilangri lengdinni á brúnarkeðjunni.

Umbreytingar (transitions)
Á einhverju stigi munu fösuðu brúnirnar mæta hvor annarri í líkaninu. Þá þurfa fösuðu fletirnir að blandast saman. Þessi ferill er kallaður umbreyting (transition).

Velja  Transition mode tæknið í mælaborðinu, velja skal síðan uppljómaða umbreytingarlíkanið samkvæmt rúmfræðinni. Hugsanlega bjóðast mismunandi möguleikar á formi umbreytingarinnar.

 

Mistök

Fasanir geta stundum mistekist sérstaklega á stigi þegar margar brúnir sameinast með flóknum umbreytingum. Best er að prófa og sjá fyrir sér hvað hægt er að biðja kerfið að gera.  Er að fösun mistekst verður að grípa til yfirborðslíkanagerðartækni til að búa til rúmfræðina.

 

Options dálkurinn > Attachment > Surface

Þessi möguleiki býr til fösunaryfirborðið en breytir ekki forminu. Til verður samsetningaryfirborð sem verður líklegra til að heppnast þegar fösun mistekst og hægt að nota til að handgera slík form.