Ásýnd líkansins
Í Creo eru líkön vanalega ekki sýnd í fjarvídd því þá getur form þeirra virst afbakað í augun notanda sem er ekki vanur fjarvíddarmyndum. Þetta er líka gert til að spara orkunotkun skjákorts tölvunnar til að koma í veg fyrir að hægist á vinnslu tölvunnar.
Hinsvegar er alltaf hægt að skoða líkanið í fjarvídd sem gefur notandanum betri hugmynd um útlit þess sem raunverulegs hlutar. Einnig getur verið gagnlegt að handteikna tvívíðar myndir af hlutnum á blað með tilheyrandi hjálparlínum og hvarfpunktum eða skoða myndina útprentaða í fjarvídd.
Heildir í hinu þrívíða hönnunarumhverfi Creo eru oft kallaðar heildir rúmtök eða form. Við byrjum að hanna grunnheild eins og tening sem við getum þróað frekar með því að mynda viðbótarheildir sem annaðhvort bætast við grunnheildina eða dragast frá henni svo sem að hægt er að draga hólklaga form út frá teningnum okkar til að mynda holu í hann.