Gæðagreining
Yfirborðs- og sniðgreining
Mikið af vinnunni við að búa til gott yfirborð felst í lagfæringu á bogum og yfirborðum aftir að þau hafa verið búin til. Til eru ótalmörg formleg verkfæri til að greina gæði slíkrar vinnu en ekki skal gleyma að nota eigin augum og dómgreind.
Val
Valfilterinn er á botni gluggans, til hægri og í því samhengi er stillingin Smart (vel gert) eða All (allt) sjálfgefnar. Í þessum ham þarf að nota Ctrl til að velja einstaka pjötlur sem á að greina. Breyta skal þá filternum í ábreiðuref velja á allt yfirborðið.
Sýndargreining (Visual analysis)
Alltaf skal gera greiningu sýnilega á fyrsta stigi hennar sem er í raun það sem neytandinn gerir líka. Til að gera góða sjónræna greiningu á yfirborðum þarf hluturinn að vera dökkur, með glansandi yfirborðsáferð og með ljósi sem lýsir beint á hann. Með áferðaverkfærastikunni (render toolbar) er hægt að slökkva eða kveikja á sjálfgefnu umlykjandi ljósi. Breyta skal litum hluta í svartan lit með miklu endurvarpi. Hinavegar er viðeigandi litur sjálfgefinn í birtingarglugganum.
Einnig er mikilvægt að slökkva á grunnbogum svo þeir feli ekki brúnir. Ef þú ert með Mapkey sett upp (til að slökkva á greiningunni) þá er skrifað ‘hc‘ við curves til að slökkva á greiningunni og til að kveikja á henni er skrifað ‘sc‘ við curves (bogar).
Sebrastrípur
Strípurnar sýna speglaða yfirborðsáferð á hlutnum með strípuðu, svörtu og hvítu, umhverfi. Þessar strípur er síðan endurvarpað yfir skilin og þá er hægt að sjá framhaldsþætti.
Greining sniðs
Þetta verkfæri greinir bogalínur á mörgum þversniðum. Við erum að leita að jafnri breytingu á bogalínum eftir endilöngu sniðinu. Táknið er staðsett í greiningarverkfærastikunni.
- Ctrl velja yfirborðin sem á að greina
- Velja skal yfirborð plans eða grunnplans sem er samsíða þversniðinu
- Breyta skal fjölda þversniða og draga til og breyta stöðu fyrsta og síðasta sniðsins
- Stilla mælikvarða á bogalínusplínunni.