Dýptarmöguleikar

Notaðu "HMT" og valmyndina í gegnum skipunina "depth drag handle" eða í gegnum notkun mælaborðsins til að breyta dýptarstjórninni.  Ef valin er viðeigandi dýptarstjórn hjálpar það við að framfylgja viðmiðum hönnunarinnar.

 

Þegar fengist er við mótun forma (extrude) er um að ræða línulegar lengdir en þegar sniði er snúið um ás (revolve) eru viðmiðin fjarlægðir horna.

 

    Blind – fyrirfram skilgreind fjarlægð.

 

   Symmetrical – fyrirfram skilgreind fjarlægð og helmingur hennar er á hverri hlið skissuplansins.

 

Endayfirborðið á tveimur framangreindum viðmiðunum er samhliða skissuplaninu.

 

   To Next – heldur áfram í næstu rúmfræði.

 

   Through Until – getur farið yfir í aðra rúmfræði miðað við valdar viðmiðanir.


Endayfirborðið á tveimur fyrri möguleikunum er lagað til með völdu viðmiðunum þ.e. ef þær eru bogamyndaðir fletir verða endarnir að vera bogalaga til að passa við.  

 

   To Selected – líka hægt að nota Blind en fjarlægðin er þá skilgreind með völdum viðmiðunum. Endayfirborðið verður samsíða með skipuninni eða lagað til miðað við völdu viðmiðanirnar.

 

   Through All – tekur til alla þátta í líkaninu þegar að dýptirnar þróast.