Grunnur samsetninga


Skrárstjórnun (File Management)

Vel ígrunduð skráarstjórnun er undirstaða árangurs í samsetningum líkanahluta. Þegar búnar eru til nýjar skrár eru einnig búin til tengsl milli þessarar skráa (setja inn link í grundvallaratriði samsetninga). Mikilvægt er því að hönnuðurinn viti hvernig skrárnar tengjast innbyrðis og skipuleggi skráarsafnið vel. Gullin regla er að varðveita .asm skrár og allar samsetningarskrár .prt eða undirsamsetningarskrár á sama stað eða í sömu möppu.

 

Ekki skal nota Windows Explorer til að breyta heitum skráa eftir að þær hafa verið settar saman (linkur í að endurskýra skrár í Creo)

 

§  Búa til möppu fyrir verkefnið, skilgreint sem sem vinnuskráarsafn (Working Directory)

§  Leitaðu að möppunni í möppuvafranum á vinstri hönd

§  HMT á möppunni > Set Working Directory

§  Nú verða nýjar skrár vistaðar sjálfkrafa í þessa möppu og einingarnar fengnar úr þessari möppu.

 

Fara í New og velja .asm file

 Ferlið

§  Dragðu einingarnar inn í samsetningarumhverfið úr Windows Explorer eða notaðu  Assemble virkniþáttinn fyrir samsetningar

§  Til að höndla fyrstu samsetningareininguna skal nota: HMT > Default Constraint

§  Fyrir aðrar einingar skal nota:  3D Dragger eða Ctrl + Alt + VMT or HMT til að stilla einingarnar nokkurn veginn af

§  Velja tilvísun í eininguna (component) og samsvarandi tilvísun á samsetninguna (assembly)

§  Nota HMT (hægri músarsmella) á merkispjaldið sem sýnir þvingunina (resultant constraint label) á teiknisvæðinu og breyta um tegund ef þarf

§  Nota skal yfirborð viðkomandi vinnuflatar (plans), sívöl yfirborð, grunnfleti (plön) eða öxla ef hægt er.  Forðast brúnir, hnit eða punkta og atriði sem snertast.


Í upphafi eru einingarnar (components) fluttar sem .prt eða .asm skrár inn í samsetningarumhverfið og stillar af í samhengi við hvor aðra með tilheyrandi þvingunum til að þær geti ekki átt sér neitt frelsi í rýminu (DoF). Þetta  þýðir að þær gera ekki færst eftir X, Y eða Z ás eða snúist eftir vektorunum X, Y eða Z.

Gott er að skoða kaflann um herminn (setja inn link í simulation) sem sýnir myndun samsetninga með DoF aðferðinni sem líkir eftir vélrænni högun og gefur möguleika á framkvæmd greiningar á henni.

 

Hafðu þetta einfalt og rökrænt

Gott er að hugsa sér einingarnar samsettar í raunveruleikanum eða velta fyrir sér hvaða einingum yrði stillt saman og  t.d. hvernig skrúfugöt myndu vísa og sívalir öxlar.  Ef vinnan fer út fyrir viðmiðanir grundvallarrúmfræðinnar skal nota grunnfletina (grunnplönin).

Þumalfingurregla er að nota að minnsta kosti þrjár hömlur þegar einingu er bætt við. Þó eru til frávik frá þessari reglu t.d. í uppröðun tveggja öxla sem eru í hornréttri stöðu, en þannig munu þeir mynda rúmfræðilegar þvinganir.

 

Hugsaðu um viðmiðanirnar

Í upphafi er yfirleitt reynt að skorða af (þvinga) eina einingu gagnvart annarri, sem mun gera allar breytingar á samsetningunni auðveldari. Ef verið er að setja dekk á tvo reiðhjólagafla ættu dekkin að vera tengd göflunum en ekki grindinni eða flötunum (plönunum) í samsetningarumhverfinu.

Til að prófa hversu traust samsetningin er skal færa grunneininguna til, til að skoða hvort hvort aðrar einingar fylga á eftir eða hvort samsetningin aflagist.

Sérhvert ferningslagað svæði næst heiti einingar í líkanatrénu þýðir að eining eða partur er ekki að fullu skorðaður af.  Lítill ferningur fyrir ofan stóran sýnir að parturinn er skorðaður af, en sem foreldri. Þess vegna er hann enn með DoF í gegnum foreldraeininguna.  Ef hægt er að hreyfa eða snúa einingu með því að nota  ctrl/alt miðjutakka/hægritakka músar þá er einingin ekki að fullu skorðuð af. Eining sem er ekki að fullu skorðuð af er kölluð pökkuð (packaged).

Sjálfgefnar hindranir

Nauðsynlegt er fyrsta samsetningin sé í rökréttu samhengi við heildarsamsetninguna. T.d., ef ætti að setja saman bíl þá væri sennilega byrjað á undirvagninum en ekki stýrisbúnaðinum.  Þetta er grundvallaratriði í öllum samsetningum.  

Fyrst þarf að vera viss um að grunneiningin sé að fullu skorðuð af. Grunneininguna er einfaldlega hægt að skipta út með því að nota sjálfgefið útskiptitákn. Hún mun síðan passa við grunnvinnufletina (grunnplönin: xz, yz, xy) í samsetningarumhverfinu. 

Setja skal einingu Component > HMT inn í  teiknisvæðinu > Default Constraint

 

Fyrri skorðurnar: þvinganir eða hömlur

Þetta er fyrsta atriðið í lýsing hinnar rúmfræðilegu þvingun samsetningarinnar.  Þegar einu sinni er búið að koma grunneiningunum fyrir þá þarf að íhuga gaumgæfilega hvernig hinar einingarnar tengjast þeim. 

 

Á sjálfvirkan hátt

Það er sjálfgefið að  ef Placement dálkurinn er ekki notaðir þá býr kerfið til rúmfræðilegar þvinganir á sjálfvirkan hátt (Automatic constraint mode). Það þarf einfaldlega að velja tvær viðeigandi viðmiðanir og þvinganir  (constraint) verða sjálfkrafa myndaðar í samræmi við eðli viðmiðanna t.d. tilvísun til vinnuflatarins (plansins),  sívals yfirborðs, áss og svo framvegis.

Hægt er að notaHMT á útkomumiðanum fyrir þvinganirnar (resultant constraint label) á teiknisvæðinu og breyta um tegund ef þarf.  Halda skal áfram að velja vísa í viðmiðanir og nýjar þvinganir (constraints) munu sjálfkrafa verða til.

 

  Distance (fjarlægð):  Tilvísun í plan eða vinnuflöt (yfirborð eða grunnvinnuflöt). Einingar eru settar samsíða við hvor aðra og fjarlægðin á milli þeirra verður samkvæmt stillingu hönnuðarins.

  Parallel (samsíða): Tilvísun í plan eða vinnuflöt (yfirborð eða grunnvinnuflöt) er sett þannig að einingarnar verði samsíða hvor við aðra, en fljótandi, þ.e. fjarlægðinni er stjórnað af öðrum þvingunum

  Coincident (samfallandi): tilvísun í plan eða vinnuflöt (yfirborð eða grunnvinnuflöt) er sett þannig að einingarnar verði samsíða hvor við aðra þannig að þær snerti hvor aðra.

 

Ef einingin var ekki nákvæmlega stillt af áður en þvinganirnar voru settar á og innbyrðis afstaða hennar er röng þá skal fara í: Placement dálkinn  > Flip

 

Sívalt eða sammiðja samband

Velja tvo ása eða tvo sívala yfirborðsfleti

 

  Angular offset (horn sem vega upp á móti hvort öðru)

Ef staðsetja á tvö plön í hornréttri afstöðu við hvort annað er notaður eftirfarandi ferill:

§  Staðsetning eininganna sett um það bil

§  Yfirborðin tvö eru valin (1)  Angular Offset (horn sem vega upp á móti hvort öðru) verða til

§  Einingarnar er ennþá hægt að draga til og snúa þó að gráðuhornið haldist

§  Stilla af tvær brúnir eða ása (2)

§  Einingarnar er hægt að draga til eftir þessari löm

§  Stilla yfirborðsfletina eðlilega af gagnvart lömunum (3)

Ekki skal nota skipunina ‘Fix’ Constraint. Ef þetta er gert þá mun það bara halda í sömu stöðu einingarinnar í þrívíða umhverfinu en ekki mynda nein tengingar milli hennar og annarra eininga. Þessi þvingun er notuð fyrir tímabundna staðsetningu einingar.   Ef þessi þvingun er notuð þá hverfa út viðmiðanir sem notaðar eru við samsetningar.