Ilmvatnsglas með umsnúningi
Í þessu verkefni hönnum við og teiknum ilmvatnsglas með umsnúningi. Umsnúningur er framkvæmdur þegar tvívíddarskissu er velt um ás ákveðna vegalengd eða ákveðna gráðu úr hring til að mynda þrívítt form. Í umsnúningi myndast hringlaga skissuform utan um ás sem verður að vera í sama plani og skissan sjálf (grunnplanið eða yfirborðsflöturinn). Ásinn verður að vera bein brún sem er til staðar á skissu eða formi eða miðlína sem er búin til innan í skissunni. Skissan verður að vera til hliðar við ásinn.
Við hönnum og teiknum við ilmvatnsglas sem við gefum síðan áferð.
Þegar þið eruð búin að horfa á skjámyndböndin skuluð þið svo teikna upp ykkar eigin form.
Hönnun ilmvatnsglass með tilheyrandi áferð