Uppsetning myndsetningar  


Vera skal viss um að myndsetningarvélin sé stillt á Photolux.  Það skal einnig afvirkja vatnsmerki (Watermark).

 

Ef að gæði myndsetningarinnar eru aukin mun það auka tímann sem hún tekur. Margir vilja því vinna með minni gæði til að flýta tímalengd framkvæmdarinnar þangað til kemur að lokaútkomunni.  

 

Sjálfgefin sköpun myndarinnar fyrir myndsetningu fer fram á myndavinnslusvæðinu. Hægt er að taka skjámynd af mynd eða vinna með hana í gegnum:

Output dálkinn: Render to > [myndaskrá].  Skoða skal skrána strax þar sem einkenni myndsetningar myndarinnar geta verið mismunandi af myndvinnslusvæðinu.

 

Möguleikar 

Velja skal geislarakning (Ray Trace) til að rekja geisla í myndsetningu. Photolux rekur aðeins hluta af geislum myndar þegar aðgerðin er notuð. Til dæmis virka aðeins svæðin sem eru gegnsæ eða með endurvarpi.

 

Geislarakning er sérstaklega áhrifarík fyrir líkön úr gleri eða öðrum gegnsæjum efnum. Smella skal á Enable Final Gathering (leyfa lokahnykkinn) í Final Gathering (lokahnykkinum) og haka við boxið til að reikna út óbeina lýsingu sviðsmyndarinnar. 

 

Lokahnykkurinn Final Gathering notar litagildi úr flötum umhverfis líkansins og bakgrunni þess til að reikna út birtuna í sviðsmyndinni. Stilla skal þá sleðarofann til að ákveða gildin í samliggjandi boxum til að ákveða nákvæmni lokahnykksins. Sjálfgefna stilling lokahnykksins (Final Gathering) er virkjuð ef gæði myndsetningarinnar er stillt hátt eða að hámarki (High eða Maximum).

 

Undir Anti-Aliasing eru stigsstillingarnar valdar annað hvort LowMediumHigh, eða Max úr gæðalistanum Quality.

Undir Shadows, skal stilla nákvæmnina sem LowMediumHigh eða Maximum í Accuracy nákvæmnilistanum.

 

Þróaðra  

Sharpen Geometric Textures – Myndstillir áferðir í hnitarúmfræðilega gerðum veggjum með meiri skýrleika. Nota skal þennan möguleika til að búa til mjög stór gólf eða veggi. Rúmfræðileg munstur innihald randir og skáborðsfleti.

 

Sharpen Textures at Angle – Skerpir óskýrt veggjamunstur myndarinnar en gæti orsakað ójafnar brúnir. Veggjamunstur getur orðið óskýrt ef gráðan milli mynstursins og sjónarhornsins er of lítil.