Sniðmyndun 


Til að búa til mörg eintök (instances) af formi venjulegs sniðs (pattern) er hægt að velja þætti sem á að spegla og nota sniðverkfærið (eða HMT > pattern).

Snið geta verið línuleg, lína eða net, stjörnumyndað (radial) með tilvísun (miðvið) í ás, fyllingu svæðis eða fylgt bogalínu.

Öll snið þurfa viðmiðanir sem skilgreina stefnu þeirra og einkenni. Stjórntæki mælaborðsins sjá fyrst um að skilgreina tegund sniðsins, síðan stjórnast það af þeirri stefnu sem hefur verið sett í viðmiðanaboxinu.  Fjöldi afrita í hverja átt er líka sýnt. Muna þarf að nota hægrimúsartakkann HMT og skoða líka valmyndina.

 

Einföld snið

Þessar tegundir sniða eru það einfaldasta sem hægt er að setja upp, en þau leyfa hinsvegar ekki neina stjórn á rúmfræði einstakra afrita.

Stefna: velja plan/yfirborðsflöt til að gefa stefnuna til kynna

Ás: velja ás til að gefa til kynna miðju snúningsins

Fylling: velja skissu sem mörk fyllingar

Sveigja: velja skissu til að fylgja eftir.

 

Ás snið og jafnt millibil

Snið með rúmfræðilegri stjórn

Stærðarsnið (Dimension pattern) mun leyfa stjórn á rúmræðinni og staðsetningu einstakra afrita.  Form þessara sniða er stjórnað af stefnu þeirra viðmiðanna/tilvísana sem valdar hafa verið sem eru annað hvort línulegt, geislamynduð eða bogadregin.

 

Knýjandi stærðir

Snið þurfa viðmiðanir/tilvísanir eins og öll önnur form. Það er mikilvægt að skilja að þegar fengist er við snið eru færibreytur valdar (stærðir) sem staðsetja upphafsþátt sniðsins til að lýsa stefnunni eða eðli sniðsins. Hin valda stefna gefur einnig til kynna jákvæða stefnu. Ef sniðið á að vaxa í hina áttina verður að setja inn neikvæða mynd.

Þegar fengist er við línulegt snið (eins og hér að ofan) eru stærðir á X og Y færibreytum valdar. Þær staðsetja upphafsþátt sniðsins til að gefa til kynna stefnur sniðanna tveggja.  Þessar viðmiðanir/tilvísanir eru staðsettar í stærðarboxunum tveimur fyrir stefnu eitt og tvö (Direction 1 og Direction 2).

 

Geislamyndað snið

Hin knýjandi stærð fyrir geislamyndað snið (sjá að neðan) er hallahornsstærðin sem staðsetur hinn upprunalega þátt, sem er síðan afritaður.

Þetta stærðarskema fyrir geislamyndað stærðsnið verður að íhuga gaumgæfilega. Sjálfgefna línulega staðsetning skissunnar á myndinni til vinstri hér að neðan mun lenda í átökum við geislamyndaða sniðið. Hinsvegar mun stærðarskemað sem búið er að breyta gefa af sér vel lukkað snið.

 

Breyta eintökum í áföngum

Þú getur líka breytt færibreytum þátta þegar þeir hafa verið afritaðir t. d. aukið hæð hvers afrits í gegnum sniðið.

 

Í dæminu hér að ofan er búið að búa til snið úr formum sem eru staðsett í kringum ás á sívalningsformuðum grunni.  Þessu sniði er búið að breyta þannig að sérhvert afrit upprunalega formsins er búið til með eigin hæðarstærð og þvermáli og fjarlægðin frá ásnum er stillt.

 

Færibreytan sem á að breyta er innifalin í viðeigandi stefnuboxi og í áfangastillingunni.  Í dæminu hér að ofan er hæð, þvermáli og fjarlægð frá stærðum ássins safnað saman í stefnuboxi 1 eftir að fyrsta stýrandi hallahornið hefur verið staðsett.

Að fela afrit: velja skal svörtu forskoðunardeplana þegar verið er að búa til snið til að fela afritið.  Ef snið með viðmiðunum/tilvisunum  er byggt á tilvísun í nýtt afrit af sniði t.d. rúning brúnar á gati og síðan í snið nýs þáttar þá mun kerfið þekkja sambandið og búa til nýja þáttinn sem tilvísanasnið sem fylgir afritum hins undirliggjandi sniðs.

 

Að breyta eðli sniðmyndarinnar (Unpattern): ef hópur af atriðum hefur verið afritaður getur sniðið verið í sprengdu ástandi þannig að afritin séu sjálfstæð.  Smella með hægri músartakkanum HMT á sniðið í líkanatrénu.

 

Endursköpunartími sniðs: það getur tekið langan tíma fyrir snið að enduskapast. Eftirfarandi aðferðir stytta tímann eða að:

§  Stöðva sniðið á meðan verið er að vinna að öðrum þáttum

§  Þétta/sameina sniðformið eins og það væri hlutlaust líkan. Þetta er hagstætt þegar fengist er við samsetningasnið.

§  Búa til afrit af yfirborði þáttarins. Gera formið gegnheilt að innan. Grúppa yfirborðsfleti og sameina þætti með því að gera
þá gegnheila og búa til snið úr grúppunni.   

 

Líkanagerð úr stóru sniði með yfirborðsafritum

Þegar gera þarf líkan af stóru sniði (grúppað eða flókið) af þáttum þá gæti verið kostur að hætta við og nota venjulega Creo þætti og snið. Nota skal þá yfirborðs afrit. Ferillinn er eftirfarandi:

§  Búa til fyrsta þáttinn eða hóp af þáttum

§  Afrita alla yfirborðsfletina sem tengjast þessum þáttum með því að nota Seed og Boundary aðferðina (útsæðis og  
takmörkunaraðferðin)

§  Búa til snið úr afrituðum yfirborðsflötunum

§  Efnisgera sniðið úr afrituðu yfirborðsflötunum.

 

Þessi aðferð er mun traustari og fljótlegri og partarnir minni þegar þeir eru allir saman.