Líkanagerð í samsetningarham


Hægt er að þróa líkanið frekar með því að framkvæma aðferðir í samsetningarskránni. Þær birtast í tveimur flokkum:

a. Í aðgerðum sem hagnýta samband ( relationship) eininga í samsetningum sem hafa áhrif á einingarstiginu og

b. Samsetningaraðferðir sem munu aðeins birtast á samsetningarstiginu eins og væri í raunveruleikanum. 

 

** Komið gætu upp vandamál ef allar einingarnar eru ekki full skorðaðar af **

 

Einingaaðferðir*

Modeldálkurinn > Component > Component operations.  Líkanagerð sem hefur áhrif á einingastiginu og er með tilvísun í hluta af rúmtökum eininga.

Cut Out: Sker einn hluta með öðrum. Hægt er að velja marga hluta

Merge: Sameinar einingu við aðra einingu

Fylgja skal fyrirmælum sem birtast í textasvæðinu neðst á skjánum

Möguleikar:

Reference: Tilvísun í aðra einingu til að nýta upplýsingar hennar.  Þegar tilvísunarhlutinn breytist breytist sameinaði hlutinn eða sá hluti sem skorinn hefur verið út

Copy: Afritar öll atriði eða tengsl annars hlutans við hinn fyrri.

 

Samsetningaratriði

Í framleiðsluumhverfinu er margt gert við einingahluta eftir að búið er að setja þá saman, t.d. boraðar holur og unnið með yfirborðið. Það er mikilvægt að muna að þrátt fyrir að þessir þættir hafi upphaflega breytt formi einingar því þá eru þeir ekki til á einingastiginu. Þess vegna ætti ekki að gera þeim ítarleg skil á einingarstiginu heldur á samsetningastiginu. Þættir í líkaninu geta aðeins minnkað að efnismagni.  

 

Samsetningarþættir geta annaðhvort verið grunnvallareiningar (svo sem ásar, fletir og hnit) eða gegnheil minnkanleg rúmtök (göt og afskurðir).  Allar venjulegar aðgerðir eru mögulegar svo sem mótun, umsnúningur, útdráttur o.s.f.

 

Boolean Operations: Þú gætir komið auga á tilvísun í boolean aðgerðir í  almennri CAD umræðu (skipanir eins og union/merge, difference/cut, intersect).