Leiðbeiningar fyrir kennara er vilja kenna notkun Creo

 

Búnaður, skipulag stofu og uppbygging á verkstæði

Eðlilegt er að nota venjulega tölvustofu en heppilegt ef að tengsl eru við- list og iðngreinakennara þar sem hönnunarvinnan getur nýst í mörgum greinum við útfærslu og þróun hugmynda. Æskilegt er að skólinn búi yfir útbúnaði til tölvustuddrar framleiðslu sem nemendur geta fengið að prófa. Ákjósanlegt væri að í tölvustofu væri frumgerðasmíðaprentari til að prenta út einstaka hluti nemenda.

 

Uppsetning forritsins

Viðkomandi kennari eða nemandi skráir sig á vef fyrirtækisins og óskar eftir forritinu. Síðan fær hann senda niðurhlaðsvefslóð og leyfi til að opna forritið. Nóg er að hlaða forritinu niður og setja það upp með því að draga skrána sem inniheldur leyfið með músinni inn í leyfisreitinn og halda síðan áfram þangað til að forritið er uppsett. Ef að forritið er hinsvegsar sett upp í tölvustofu þá þarf að setja upp server á móðurtölvu fyrir allar tölvurnar í verinu.

 

Verkefnasöfn á vefnum

Í forritinu eru beint aðgengi að PTC námsgögnum er tengjast notkun Creo. Hver og einn verður þó að skrá sig á vef fyrirtækisins http://www.ptc.com og þá er hægt að nýta sér þennan frábæra stuðning. Jafnframt má finna fjöldan allan af kennslumyndböndum á Youtube vefnum http://www.youtube.com.

 

Kennsluaðferðir

Heppilegast er að nota hefðbundna tölvustofu. Námið ætti að vera einstaklingsmiðað þar sem nemendur munu fara mishratt yfir efnið. Heppilegast er að nota skjávídeó af námsvefnum og frá kennara. Hver og einn ætti að geta unnið verkefnin óháð tíma og rúmi en notið frekari leiðsagnar kennara og hlustað á innlagnir hans í skólastofunni.

 

Skipulag kennslu

Verkefnunum má skipta í þrjá mismunandi flokka eftir aldri nemenda. Eðlilegast er þó að miða við þetta heildarferli:

1.    Kenna nemendum að þekkja vinnuumhverfið

2.    Gera einfaldar æfingar í tví- og þrívídd

3.    Byrja á einföldum verkefnum þar sem hannaðir eru einfaldir nytjahlutir í þrívídd.

4.    Vinna með áferðir

5.    Kenna nemendum að gera málsetta vinnuteikningar

6.    Kenna flóknari aðferðir eins og umsnúning og þykkingu lína ásamt yfirborðshönnun

7.    Kenna nemendum að búa til samsetta hluti.

 

Námsmat

Kennari ætti að leggja fyrir verkefni og byggja námsmat á persónulegri útfærslu nemenda á verkefni sem hann leggur fyrir og reynir á hönnun. Það geta bæði verið verkefni sem byggja á fyrirmyndum á námsvefnum og shönnunarforskriftum sem kennarinn leggur fyrir miðað við tiltekna tækni.

 

Rannsóknir á notkun og gildi Creo forritsins skólastarfi

Þessar rannsóknir má finna undir krækjum vefsins og víðar á veraldarvefnum. Þær sýna almennt að þrívíddarhönnun stuðlar að því að þroska þætti eins og skilning á rúmfræði og hönnun nytjahluta fyrir framleiðslu.