Að þykkja og breyta í gegnheilt form


Þegar yfirborðsgrundaða hugmyndalíkanið hefur verið sannreynt þá þarf það að þróast í gegnheilt form með þyngdareiginleika. Þykkja (Thicken) og breyta í fast efni (solidify) eru tvö verkfæri sem gera búið til lokað (gegnheilt) rúmtak úr yfirborðsþættinum.   

 Þykkja (Thicken)

Á svipaðan hátt og hola rúmtak eru holuð að innan (link á  Shell) geta mótstæð yfirborð verið búin til úr ábreiðu eða yfirborðsbút og með viðbót úr hliðarrenningum yfirborðs er gegnheilt form búið til.  Einnig svipað og að skelja eða að hola að innan ferlið þá mun þykkingarferlið mistakast ef kerfið getur ekki ráðið við rúmfræðina. Lítil, mjó og há bogadregin yfirborð eru einnig dæmigerð að mistakast. Nota skal forskoðunar hnappinn til að þvinga kerfið til að byggja rúmfræðina. Ef aðgerðin hinsvegar mistekst þá gæti það gefið möguleika til að undanskilja hið misheppnaða yfirborð sem hægt er að meðhöndla handvirkt. Farið er í: Options dálkinn > Exclude Surfaces til að afvelja vandamálapjötlur innan hinnar völdu ábreiðu.


Til eru fleiri lausnir að meðhöndla vandmeðfarin yfirborð og gæti verið ráð að reyna mótstæða yfirborðsverkfærið (link á Offset Surface). 

 Að breyta í fast efni (Solidify)

Skipunin að breyta í fast efni (Solidify). Solidify mun framkvæma margar aðgerðir eftir þeirri rúmfræði sem valin er. Fjölda yfirborða utan á rúmtaki er hægt að nota til að forma gegnheilt form. Öll einstök yfirborð þarf þó fyrst að sameina sem ábreiðu. Opið yfirborðsrúmtak er einnig hægt að loka með skurðpunkti gegnheils forms sem lokar rúmtakinu. Hægt er að nota yfirborð sem skurðarplan í gegnum gegnheilt form. Vera þarf þó viss um að  skurðarmöguleikinn hafi verið valinn í mælaborðinu.

Ekki vinna með illa gerða rúmfræði
Ef þú byrjar með ruglingslega rúmfræði sem er ekki með nein þétt brot, samanbrotnar sjálfskornar fleti eða er óþarflega flókin þá er trúlega verið að eyða tímanum til einskis í að reyna að búa til rúmtak. Alltaf skal íhuga endurvinnslu grunnrúmfræðinnar. Í dæminu að neðan er sýnd léleg rúmfræði en þá þarf að skera til brúnir til að fá fram hreinni fleti.

Klippt til baka og endurfyllt

 

Skipta út öflugum bogadregnum skilum

Ef formið að ofan er aðeins of flókið geta G1-skilin orsakað að mótstæð holrými/þykkjun mistekst. Draga skal úr endaskilyrðum bogans og yfirborðsskilyrðum skila og bæta rúningi við eftir að gegnheilt form er orðið til.  

Vinna í kringum svæði þar sem gagnstæð (sem vegur upp á móti) rúmfræði mistekst.
Vera þarf viss um að hönnuðurinn þekki hvað er hans A (mikilvæg ytri yfirborð) og B (venjulega falin en gætu sést undir forminu, inni í skorðum og hettum) eða C (innra yfirborð).  Í dæmigerðum parti sem er holaður að innan eru mótstæðu yfirborðin (B/C). Yfirborð sem mynda veggþykktina þurfa venjulega ekki að endurtaka A yfirborð.

Ólíkar aðstæður krefjast ólíkra vinnuferla sem þarf að íhuga.  

 

Í dæminu að ofan vill ausuatriðið í yfirborðinu ekki þykkjast og hefur verið útilokað frá mótstæðu yfirborðs samstæðunni. Það skipti ekki máli hvernig hið innra C yfirborð lítur út, það þarf einfaldlega að loka rúmtakinu vegna veggþykktarinnar.

 Einfalt rétthyrnt yfirborð er búið til á innri yfirborði í kringum rúmtakið sem vantar. Þar sem við erum með annað sammiðja yfirborð sem vaq búið til qð lokqa rúmtakinu á sammiðja planinu. Yfirborðsflötunum tveimur og hinu upprunalega ytra yfirborð sem ekki er búið að þykkja  er steypt saman svo þeir myndi eina ábreiðu sem legst yfir gegnheila formið. Valin er aðgerðin að sameina (merge) og efnisgera (solidify).