Nákvæmni í framleiðslu hluta


Yfirleitt er framleiðsla hluta í heiminum ekki mjög nákvæm. Þegar t.d. er talað um 10 mm nákvæmni er átt við nákvæmnina stærra eða minna en 10 mm. Þessi tilhliðrun er nákvæmni algengrar heimsframleiðslu.

Vegna stærðartilhliðrunar í framleiddum hlutum, t.d. stærra eða minna en 0.01 mm á lengd eða í þvermáli, þurfum við íhuga einfalda rúmfræðilega skekkju/tilhliðrun forms svo sem hversu flatt eða hringlaga formið er (sjá frekar á Wiki). 

Ekki er alltaf nauðsynlegt að framleiða hluti með mikilli nákvæmni og slík framleiðsla er tímafrek og dýr. Betra er að búa til hluti með nákvæmni sem er ásættanleg fyrir notkun hans og tilgang. Til dæmis myndum við ekki byggja kofa með sömu nákvæmni og armbandsúr.

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þörfinni fyrir nákvæmni í gerð líkana þegar þau eru hönnuð í þrívíddarforriti eins og Creo. Það tengist tíma hönnunarinnar, smíði líkansins og samsetningu ólíkra hluta þess. Kröfur iðnaðarins um nákvæmni hönnunarinnar eru þó mismunandi. T.d. ef um er að ræða vélarhluti eða einingar í flugvélar er líklegt að miklar kröfur yrðu gerðar. 

Creo býður upp á tvær aðferðir til að skilgreina nákvæmni: hlutfallslega og algilda. Gert er þó ráð fyrir hlutfallslega aðferðinni ef algilda aðferðin er ekki notuð.

Hlutfallsleg nákvæmni

Nákvæmni einstakra hluta líkansins tengist stærstu mælivídd hans. Hin fyrirframgefna stilling er 0.001, og þess vegna myndi nákvæmni 2 og 1 metra stórs kofa vera 3 mm og venjulegs armbandsúrs um 003 mm.

Hvað ef við hefðum hinsvegar t. d. 10 mm tening með löngum grönnum 10 mm leggjum á hliðinni? Ef teningurinn væri 1 m langur þá væri hlutfallsleg nákvæmni hans 1 mm  sem er ekki nægilega hagstætt fyrir t.d. 10 mm legg á enda hans. Í þessu tilfelli yrðum við að breyta yfir í algilda nákvæmni.  

 

Algild nákvæmni

Algildi nákvæmni byggir á viðmiðun sem allir hlutar líkansins eru reiknaðir út frá. Við hönnun 10 mm tenings með 10 mm legg á endanum yrðum við t.d. að breyta yfir í 0,01 mm nákvæmni.  

Gera þarf einnig ráð fyrir umhverfisáhrifum í hönnuninni.  Þess vegna er nauðsynlegt að kynna sér staðla um eiginleika efnisins sem smíða á líkanið úr og hvernig það hegðar sér við mismunandi umhverfisaðstæður. Annar þáttur er varðar gerð stórrar eininga með mikilli nákvæmni er hitaþensla efnisins hann verður gerður úr. 1 m langur hlutur úr áli sem hitnar um 10 gráður á lengist um 0.23 mm.

 

námkvæmni við gerð líkana

Nauðsynlegt er að stilla nákvæmniviðmið í forritinu áður en hönnunin hefst. Stilla þarf bæði nákvæmi fyrir samsetningar og hönnun einstakra líkana. Stillingin er framkvæmd með því að fara í (á ensku samkvæmt forritinu): 

File > Prepare > Model Properties > Materials > Accuracy > Change 

Aðvörun: ósamsett líkön og samsett þarf að búa til aftur ef nákvæmninni og eðli hennar er breytt. Slík breyting hefur takmarkandi áhrif á smáa þætti í líkaninu.