Hvað er þrívíddarhönnun (3D)?
Hnitakerfin eru eitt mikilvægasta framlag stærðfræðinga 17. aldarinnar. Með hnitakerfi er átt við leið til að staðsetja punkta á rúmfræðilegum hlut með tölum sem eru kölluð hnit punktsins. Ef það þarf n hnit til að tilgreina punktinn er sagt að hnitakerfið sé n-vítt.
Talnalínan er dæmi um einvítt hnitakerfi. Sérhver punktur á henni ákvarðast af rauntölu. Staði á yfirborði jarðar má staðsetja með því að tilgreina lengdar- og breiddargráðu þeirra. Það er því dæmi um tvívítt hnitakerfi. Ef við bætum þriðju tölunni við, sem tilgreinir fjarlægð frá miðju jarðar, þá erum við komin með þrívítt hnitakerfi. Þá væri hægt að staðsetja hluti ofan í jörðinni eða tunglið.
Mikilvægi hnitakerfa felst í því að þau tengja saman rúmfræði og algebru. Þau er hægt að nota til að þýða rúmfræðileg verkefni yfir í algebruleg verkefni og öfugt. Hnit í stærðfræði á við talnapar (a,b), sem sýnir staðsetningu punkts á tvívíðri sléttu eða svo nefndu hnitakerfi. Hér eru a og b stök í mengi rauntalna og lýsa staðsetningu punktsins, miðað við láréttan x-ás og b og miðað við lóðréttan y-ás. Skurðpunktur þeirra hefur hnitið (0, 0) og er oft kallaður upphafspunktur O (dregið af orðinu origo, sem þýðir upphaf).
Einnig getur hnit verið talnaþrennd af gerðinni (a,b,c), sem sýnir hvar punktur er í þrívíðu hnitakerfi. Eins og í tvívíða kerfinu eru a, b og c rauntölur og lýsa stöðu punktsins miðað við þrjá ása, x-ás og y-ás, sem eru hornréttir í láréttum fleti, og z-ás, sem er lóðréttur og sker hina tvo í sameiginlegum skurðpunkti, O = (0,0,0).
Þrívíddarlíkan (3D) í tölvustuddum hönnunarforritum birtist á tvívíðum (2D) fleti á tölvuskjá. Slík líkön byggja á færibreytum. Með færibreytum er átt við eins konar "ramma" sem eru fyrir hendi í öllum málum, en má fylla út á mismunandi hátt (gefa mismunandi gildi) í ólíkum málum. Færibreyturnar til að lýsa staðsetningu einingar út frá ákveðinni eða sjálfgildri staðsetningu einingar eða skyldleika við aðrra einingu. Þetta er það sem kölluð er hnitarúmfræðilega líkanagerð (Parametric Modelling).