Uppsetning vinnuteikninga í Creo
Gerðar eru vinnuteikningar af líkani til að þróa frekar form þess og útlit. Á sama tíma velktur hönnuðurinn eðli þess frekar fyrir sér og skoðar þætti í uppbyggingu þess svo sem stærðir einstakra hluta þess og staðsetningu hnita í rúmtaki þess.
Hvað undirbyggir góða vinnuteikningu?
§ Velja þarf vinnuteikningu með sjónarhornum sem auðvelda frekari þróun líkansins
§ Láta þarf líkanið fylla út í skjalið með notkun eins stórs mælikvarða og framast er kostur
§ Birta skal aðeins annan helming speglaðra flata til að spara pláss
§ Nota skal sneiðinga til að sýna innra eðli líkansins
§ Athuga þarf að allar stærðir séu réttar og lausar við bjögun
§ Alltaf skal hafa í huga spurninguna: “Munu aðrir skilja eðli hönnunarinnar?“
§ Ekki á að byggja ferlið á sjálfgefnum viðmiðunum forritsins.
Afstaða allra hliða líkansins tengist innbyrðis í skráarsniðinu, þ.e. engar útlínur eru vistaðar í skrársniðinu heldur eru hliðar forritsins og afstaða ólíkra sjónarhorna búin til í hvert skipti sem skráin er opnuð í samræmi við nýjustu uppfærslu þess. Ef stærðum líkansins er breytt svo sem einni hlið þá uppfærir kerfið aðrar stærðir líkansins í samræmi við breytinguna.
Allar teikniskrár er tengjast hönnun (allra hluta) líkansins og samsetningu þess verður að vista í sömu skráarmöppunni. Skrám má heldur ekki gefa ný heiti því þá aftengjast þær og þá verður ekki hægt að skoða teikningarnar aftur.
Skráarstjórnun og skráarstjórinn (File Manager)
Hafa skal í huga að vista verður saman .prt skrár og .drw skrár og ekki má breyta heiti líkansins. Ef það er gert þá mun endurmyndun líkansins ekki eiga sér stað aftur, einfaldlega vegna þess að kerfið mun ekki finna skrána aftur eins og hún var upphaflega skilgreind.
Allar teikningar ættu að fylgja BS8888 staðlinum. Hann sameinar alla ISO staðla og varðar allar tæknilegar skilgreiningar í vinnuteikningum. Þær auðvelda samskipti t.d. milli hönnuða og framleiðenda.
Hver og einn verður að vera viss um að Creo teikningin sé eins auðskiljanleg og framast er kostur með því að höndla línur og smáatriði í teikningunni í samræmi við forstillingar forritsins í skránni BS8888.dtl. Eins þarf að aðlaga vinnuferlið að öllum breytingum sem gerðar eru á þessum forstillingum.
Forstillingar forritsins er hægt að skoða og breyta:
File > Prepare > Drawing Properties
Myndun nýrrar teikningar
Þegar opnuð er ný teikniskrá (.drw) er farið í File-New, þá opnast valmynd en í henni er eðli vinnunnar ákveðið. Velja skal líkanið sem verið er að vinna með.
Nota skal valmöguleikann að búa til tómt skjal með sniði „Empty“ og leita síðan að viðeigandi sniði (Standard Size) sem nýtir bæði ramma og töflur.
Leitaðu að skráarforminu [.frm]– A3/A4, sem langsnið eða skammsnið (landscape/portrait). Skráðu upplýsingarnar í töfluna í samræmi við það sem þú vilt gera.
Vinnuteikningarblaðið
Vinnuteikning er ekki endilega ein útprentuð blaðsíða eða sýndarsíða í CAD skrá. Ef þörf er á fleiri sjónarhornum til að sýna ákveðinn hluta líkansins, en staðlaða síðan getur rúmað miðað við hæfileg stærðarviðmið, þá eru fleiri blaðsíðum bætt við á eftirfarandi hátt.
Velja: Layout dálkahnappinn > Document dálkinn> New Sheet skipunina. Síðan munt þú verða beðinn um að merkja við í töflunni, þar sem þú varst í fyrsta skjalinu, en þetta er framhald. Eftir þetta mun skjalið birtast sem nýr flipi vinstramegin, neðst á skjánum.
Margir aðskildir hlutar einnar teikningar
Valið er: Layout dálkahnappinn > Drawing Models > Add Model
Þetta leyfir að nota mörg líkön á einni vinnuteikningu sem er gagnlegt fyrir einfalda hluta sem ekki þarf að gera ítarleg skil. Skipta þarf á milli líkana þar sem verið er að búa til mörg ólík sjónarhorn og textaskýringar.
Aðgreina þarf líkönin á skýran hátt með línum sem eru teiknaðar á milli þeirra á skjalinu og hvert líkan verður að vera með sína sérstöku töflu.
Velja: Layout dálkahnappinn > Drawing Models > Velja líkanið Model til að skipta á milli líkana