Útdráttur breytanlegs sniðs


Venjulegur útdráttur byggir á einum sporbaug og óbreytanlegu (constant) skurðþversniði. Hinsvegar getur útdráttur sem byggir á eins skurðþversniði afbakast þegar sniðið ferðast um sporbauginn ef hann fær tilvísun í marga aðra sporbauga.


Í dæminu hér að neðan er rétthyrningur dreginn eftir tveimur sporbaugum sem er varpað á sveigt yfirborð.  2 mm dýpt rétthyrningsins er óbreytanleg en hæðin stjórnast af stöðu sporbauganna. Þetta þýðir að skurðþversniðið er breytilegt.

 

En af hverju skyldum við ekki blanda saman? Við gætum búið til formið hér að ofan með útdráttarblöndu  framkvæmdinni (Swept Blend). Kerfið myndi þó ráðskast með formið sem var myndað milli blönduðu sniðanna. Með því að nota útdráttaraðferð með breytilegu sniði erum við hinsvegar með nákvæma stjórn á hverjum þætti sniðsins meðfram sporbaugunum. Við getum samt breytt forminu  örlítið með því að laga sveigjurnar til.  

 

Af því að sniðið breytist er ekki hægt að nota það eða brúnir sem eru til staðar sem viðmiðun þar sem útdrátturinn myndi þá vísa til sniðsins og ekki breyta formi sínu. Þar sem ekki er hægt að vísa til upphafs- eða lokasniðsins myndi þetta ekki verða almennt notað sem innfyllingarrými milli endasniðanna. Þess vegna er blöndun kostur.

 

Hátterni sniðsins (Section behaviour) felst í því hvernig skurðþversniðið breytist þegar formið er þróað áfram eftir sporbaugnum. Skoðum hvernig á að stjórna útdrætti áður en lengra er haldið (linkur). 

Uppbygging:

1.    Virkjaðu útdráttarverkfærið: Sweep  tool

2.    Veldu upphafssporbauginn (Origin) 

3.    Notaðu Ctrl til að velja sporbauga til að stjórna sniðinu

4.    Táknið fyrir mismunandi snið mun virkjast í mælaborðinu (Dashboard)

 

 

5.    Farðu í skissuumhverfið úr mælaborðinu (Dashboard)

6.    Búðu til snið sem tengist nákvæmlega völdu sporbaugunum.


Lykilatriði:

§  Sporbaugarnir verða að vera samfelld röð snertilína

§  Stærðarskemað verður að vera vel ígrundað eða hvaða stærðir eru fastar og hvað stærðum er leyft að breytast

§  Rúmvíddin má vera breytileg en ekki hin rúmfræðilegu grunnatriði

§  Mikil stjórn birtist í forminu

§  Vísaðu varlega í þá rúmfræði sem er til staðar 

§  Staðsetning skissuflatarins er undir miklum áhrifum af sporbaugum sem mynda uppruna formsins  

§  Nauðsynlegt er að gera tilraunir með samspil vals á upprunalega sporbaugnum og stjórn sniðsins.

 

Skissuplanið

Skissuplanið verður að skerast á alla sporbaugana og þess vegna er ekki víst að hægt sé að staðsetja það á enda hins upprunalega sporbaugs. Hið gegnheila form líkansins getur ekki farið út fyrir völdu sporbaugana og þess vegna þarf að ígrunda gerð sporbauganna vel með tilliti til legu sniðanna sem stjórna forminu.