Hliðrun flata

Hliðrun flata (sléttu) er byggir á skissu  

Hliðrun er færsla á tiltekinu plani sem færir alla punkta jafn langt og í sömu stefnu. Með öðrum orðum, færsla τ er hliðrun ef hún hefur eftirfarandi tvo eiginleika:

 

1.       Fjarlægðin milli A og τ(A) er sú sama fyrir alla punkta A,

2.       Fyrir alla punkta A tilgreina hálflínurnar frá A í gegnum τ(A) sömu stefnuna.

 

Hlutlausa færslan telst líka til hliðrana; hún hefur hinsvegar enga tiltekna stefnu.

Hliðrunaraðgerðin er aðferð sem felur í sér fjölda möguleika í hönnun líkana sem eru háðir því hvaða rúmfræðilegar aðferðir eru notaðar og hvaða stillingar eru settar inn í mælaborð forritsins. Í þessari aðferð er búið til nýtt rúmtak sem bæta við eða fjarlægja efni með því að nota skissu til stjórna hliðrun svæðis. 

Til að draga úr afbökun skissu á plani verður að huga vel að staðsetningu hennar. Á myndinni að neðan má sjá beina snertilínu fyrir utan hringflötinn sem liggur að miðju hliðrunarinnar. Til að velja yfirborðið sem á að hliðra er gegnheill hlutinn valinn og síðan yfirborðið á honum.  

Gefni möguleikinn er að búa til hliðrunarafrit af öllu yfirborðinu. Til að kalla fram hliðrun af svæði sem er skilgreint með planskissu (flatarmynd) þá þarf að velja "þenja út" (Expand) valmöguleikann í mælaborðinu. Með notkun á valmöguleikum mælaborðsins er síðan hægt að velja eða skilgreina skissuna sem stjórnar hliðrunarsvæðinu. Ákveða þarf hvort hliðarfletirnir eiga að vera venjulegir miðað við skissuflötinn eða yfirborðið. 

Athuga:  Hægt er að skrifa texta með true type fontum (í sketscher) á hliðrunina. Einnig er hægt að skrifa á hana með venjulegum fontum en þá þarf fyrst að búa til skissuna með textaverkfærinu sem sýnir brúnir hinnar skissunnar.  

Lámörkun afbökunarinnar

Þessi aðgerð byggir á skissu sem varpað er á formið sem þýðir að því nær sem hún fer að hliðum formsins því meiri verður afbökun upprunalegu skissunnar.  Á myndinni hér að neðan sést að miðju rétthyrningurinn er í lagi en ytri rétthyrningurinn er mjög afbakaður.  

Nauðsynlegt er að umvefja skissunni um formið frekar en að varpa henni á það, en hægt er að umvefja það með bogum sem fara í báðar áttir. Aðferðin er því að:

·         Búa nákvæmlega til sívalning miðað við formið

·         Umvefja skissunni á yfirborð sívalningsins með lámarks afbökun

·         Búa til nýja skissu í sama plani og upprunalega skissan  

·         Nota vörpunarverkfærið (Project) til að afrita bogana á formið

·         Nota þessa nýju skissu í hliðrunaraðgerðinni (Offset).