Útdregin sniðblöndun: sporbaugsáhrif


Þessi aðferð kemur í framhaldi af útlistun sniðblöndunaraðferðarinnar en þá hafa sniðin áhrif á myndun formsins. Í þessri aðferð hafa aftur á móti sporbaugarnir grundvallandi áhrif á formið.

 

Eins og heitið gefur til kynna þá þá sameinar verkfærið „útdregin sniðblöndun“ eiginleika útdráttar og sniðblöndunar.  Í þessu samhengi er rúmtakið ekki lengur formað eftir stystu leiðinni á milli sniðanna heldur hefur sporbaugurinn áhrif á formið.  Best er að byrja með tvö snið sem stillt er upp á endum sporbaugsins og bæta síðan við sniðum á milli ef þarf. Hugsa þarf stöðu sniðanna og afstöðu ef sporbaugurinn á að halda áhrifum sinum á formið.

Megnið af ferlinu er hægt að framkvæma í gegnum HMT valmyndina:

 Virkjaðu síðan útdráttarsniðblöndunarverkfærið 

Mælaborðsmöguleikar

      Gegnheilt form eða yfirborð? (Solid/surface)   

               Útskot eða afskurður? (Protrusion/Cut)

  Þykktarstilling? (Thin)


Sjálfgefna aðferðin er miðuð við yfirborðið (surface) þannig að mikilvægt er að velja gegnheilt form (solid). Lokuð skissa  verður undirstaða rúmtaks sem hægt er að auka eða minnka að efnismagni. Þykktarstillingin gefur möguleika á að þykkja opna skissu sem er gagnlegt fyrir vinnu með málmhluti.   

 

Sporbaugurinn

Sporbaug þarf að skilgreina áður en hægt er að byrja vinnu með sniðin. Útdrátt sniðblöndunar þarf að byggja á sporbaug.  Sporbaugurinn gæti verið einfaldur eins og bein lína eða brún sem er til staðar í formi sem byggt er á. Samblöndunin mun þó aðeins eiga sér stað ef öll sniðin eru innan við mörk sporbaugsins. Tryggja þarf því að sporbaugurinn byrji á undan fyrsta sniðinu og sé lengri en það (sjá mynd).

 

Sjá hér að neðan röð af brúnum sem valdar voru sem sporbaugur.  

 

Sporbaugurinn getur verið heil skissa eða hluti af henni eða ákveðinn fjöldi brúna. Í þessu samhengi væri gott að skoða ferlið „að velja röð af brúnum“ (setja inn link).

 

Sérsniðnar skissur

Sjálfgefni ferillinn er að búa til samblöndu sniða inni í forritinu þegar búið er að velja sporbauginn. Hinsvegar er árangursríkara að búa sérstaklega til sporbauginn og sniðin og setja inn í samhengi hönnunarinnar eftirá, þar sem það hjálpar hönnuðinum að sjá fyrir sér formið og ef aðgerðinni er eytt þá tapast rúmfræðilegir þættir sem byggja upp formið:

 

HMT valmyndin >  Valin snið (Selected Sections)

 

Snið

Sniðin er hægt að teikna upp sem bogalínu eða röð af brúnum (setja inn link) en sniðin verður þó að teikna á plani (sléttu). Plön sniðanna þurfa þó ekki að vera samsíða.

 

Hönnuðurinn verður að vera viss um að hann velji sniðið sem er næst upphafsstaðnum á sporbaugnum (örvarendinn).  Ferlið er:

§  Velja fyrstu sniðin

§  Fara í HMT valmyndina > Setja inn snið (Insert section)

§  Halda áfram að setja inn snið.

 

Upphafsstaðurinn

Ef að forskoðun gangheila formsins sýnir að það er afbakað vegna þess að upphafsreitirnir eru ekki í flutti við hvorn annan þá er nóg að draga byrjunarleiðarmerkið að viðeigandi hvirfilhniti.

 

Ekki hægt að forskoða?

Fyrsta sem þarf að athuga er fjöldi hvirfilhnita í hverju sniði, sem verður að vera jafn.

 

Í dæminu hér að ofan þurfum við að hverfa frá aðgerðinni og jafna fjölda hvirfilhnitanna í undirliggjandi sniðum. Algengasta lausnin er að auka fjölda hnitanna á hverjum stað miðað við mesta fjölda þeirra.

 

Blöndun hvirfilhnita

Mögulegt að fjöldi hvirfilhnitanna sé ójafn en ekki er þó viðeigandi að taka form eins sniðsins í sundur, vegna þess að áformið er að búa til fleiri hnit í einu sniði til að blanda saman við einstakt hnit í næsta sniði. Hvernig kæmi t.d. blöndun við þríhyrning út? Í þessu tilfelli þarf að fara í aðgerðina blöndun hvirfilhnita (Blend Vertex) til setja hnit ofan á hnit og fjölga þannig hvirfilhnitunum.  

Síðan er ferlinu haldið áfram. En þegar kemur að sniði sem þarf blöndun hvirfilhnita þá er hnappurinn „bæta við blönduðum hvirfilhnitum“ (Add Blend Vertex ) virkjaður sem finna má í dálkahnappi sniðanna (section).  Aukahnitið mun þá birtast sem hvítur ferningur sem þarf að draga að viðeigandi hvirfilhniti.  Ekki er hægt að blanda saman hvirfilhnitum á upphafssniðinu ef þau samsvara hvort öðru. Þá er verður að byrja í öðru sniði.

Kröfur tengdar sporbaugum

Ef að aðgerðin þróast í ásættanlega rúmfræðilega framkvæmd þá er hægt að nota  leiðarmerki endasniðanna til að stilla af sporbauginn. Í dæminu hér að neðan eru nokkur einföld form búin til áður en að útdráttur samblandaðra sniðanna átti sér stað til að auðvelda uppsetningu sporbaugsins.