Windchill (lífsferli hlutarins)
Windchill (WC) er hugbúnaðarpakki frá PTC sem fylgir Creo og heitir kerfið Product Lifecycle Management (PLM) en með þeim er hægt að skoða og stjórna lífstíma vöru þegar verið er að þróa hana og áður en hún er framleidd.
PLM hugbúnaðurinn sér um meginatriði gagna sem eru vistuð á netþjóni sem er nálgast í gegnum netviðmót eða beint innan úr umhverfi þrívívíddarhönnunarhugbúnaðarins. Allir sem taka þátt í verkefninu svo sem hópar, stofnanir og undirverktakar vinna með sömu gögn. Mismunandi aðgangur er settur upp og leyfi af stjórnanda verkefnisins.
Margir telja að LDS sé megin kostur þess að nota þetta kerfi til að höndla slík verkefni en það felur í sér:
§ Möguleikann að að vinna í hópi með eitt sett af gögnum
§ Hver sem er getur haft aðgang að einu setti af gögnum
§ Hægt er að öðlast reynslu af viðskiptagrunduðu gagnastjórnunarkerfi.
Þegar skrá er skoðuð
og breytt af notanda getur annar notandi opnað og skoðað skrána en getur þá ekki
gert neinar breytingar.
Hægt er að nota Project
Link hugbúnaðinn sem er hluti af Windchill til
að vinna með gögn innan stofnunar á sama server:
https://www.windchilleducation.eu/Windchill . Síðasta Windchill útgáfan er 10.0
Windchill: http://en.wikipedia.org/wiki/Windchill_(software)
PLM: http://en.wikipedia.org/wiki/Product_Lifecycle_Management
Önnur PLM kerfi eru:
Aras Innovator sem er gjaldfrálst og hægt að hlaða niður af netinu.
Dassault Systemes (Catia, Solidworks) PLM frá Enovia og Enterprise PDM
Siemens (NX, Solid Edge) PLM frá Teamcenter.