Hnitarúmfræðileg líkanagerð (Parametric Modeling)


Creo hugbúnaðurinn byggir á hnitarúmfræðileg líkanagerð sem mætti einnig kalla atriðagrundaða líkanagerð (Feature Based Modeling) sem er ólík hönnun er byggist á tvívíddarteikningu. Í hnitarúmfræðilegri líkanagerð er hver eining (Boolean frumrák) svo sem lína eða bogi í burðargrind forms, með færibreytur sem tengjast henni og lýsa eiginleikum formsins. Þessar færibreytur stjórna mismunandi rúmfræðilegum eiginleikum einingarinnar eða formsins eins og lengd, vídd og hæð ferstrendings eða radíuss rúnings. Færibreyturnar stjórna einnig staðsetningu þessara eininga innan líkansins. Notandi forritsins getur breytt þessum færibreytum eftir þörfum til að búa til ákveðinn hluta líkansins. 

Rúmfræði er undirgrein stærðfræðinnar. Ásamt talnafræði, er rúmfræði elsta grein stærðfræði. Rúmfræðin á uppruna sinn að rekja til þess að menn vildu geta reiknað út fjarlægðir í rúmi.Grunnhugtök rúmfræðinnar eru punkturlína og slétta (plan). Rúmfræði snýst um að geta reiknað út lögun og stærð eða rúmfræðilega eiginleika hluta. 

Í hnitarúmfræðilegri eða atriðagrundaðri líkanagerð eru hlutar líkansins settir saman af neikvæðu og jákvæðu rými sem vísar til eiginleika formsins. Jákvætt rými getur til dæmis verið bóluform og neikvætt rými getur verið hola eða hluti sem búið er að fjarlægja úr formi. Oft eru form skissuð sem tvívíddarteikningar og síðan mótuð t.d. með með því að snúa þeim í hring utan um ás eða þykking línu sem gerir hana að þrívíðu formi. 

Tvívíddarhönnunarforrit eru ólík þrívíddarhönnunarforritum. Í slíkum forritum byggist hönnunin á tilbúnum formum sem þýðir að ef forminu er breytt breytist allt formið í heild sinni. Í hnitarúmfræðilegri líkanagerð er hönnunin hinsvegar byggð á mælivídd. Ef mælivíddin á einum stað breytist breytist sá þáttur hlutarins, en ekki allt formið. Í slíku kerfi er formið skissað upp og gert að þrívíðu formi.  Líkanið sem skissan breyttist í verður þá fjötraður í rúmfræðilegar hömlur (Constrained). Rúmfræðilegar hömlur segja til um hvernig ólíkir hlutar formsins tengjast hvor öðrum og mynda samhengi í formi. 

Rúmfræðilegar hömlur (Constrains) eru þættir sem breyta eðli hönnunar. Til að skilja hugtakið er t. d. hægt að skoða rétthyrning. Hliðar hans verða að vera hornréttur hvor á aðra. En stundum þarf að breyta þessu þegar verið er að hanna líkanið. Ef eitt hornið er teyht til  verður rétthyrningurinn ekki lengur til staðar. Þrívíddarforrit eins of Creo veit ekki að hvort þú vilt halda rétthyrningnum sem rétthyrningi, en tvívíddarforrit myndi vita það.