Sviðsmyndin

Sviðsmyndin er (Scene) er umhverfið þar sem líkanið er staðsett og segir til um endanlega myndsetningu myndarinnar með tilheyrandi lýsingu og endurvarpi. Sviðsmyndin er byggð upp á efnislegu rými og lýsingi innan rýmisins sem segir til um skugga, háljós, endurvarp og fleira eða öll atriðin sem eru notuð til að túlka form. Þessum atriðum er breytt með notkun herbergis og lýsingar dálkanna (Room og Lights) en eru vistuð sem hluti af sviðsmyndinni. Muna þarf að þessar sviðsmyndir eru myndunarþættir eða forstilling. Ef breytt er stillingum í einhverjum hinna dálkanna er sviðsmyndinni breytt.

 

HDRi sviðsmyndir eru háðar kúlulaga HDRi myndinni sem stjórnar lýsingunni sem umlykur líkanið og framkallar háljós. Þessi stilling er í sjálfu sér nægileg í þessari uppsetningu.

 

Aukalýsing ætti ekki að vera vandamál í tómu stúdíóumhverfi sem byggir ekki á mynd raunverulegs innra eða ytra umhverfis.  Ef notað væri hinsvegar raunverulegt innra og ytra umhverfi þá ætti að hugsa um stefnu hverrar lýsingar með tilliti til uppsprettu lýsingarinnar í myndinni svo sem sólarinnar.

 

Photolux_studio_soft er góð grundvallarsviðsmynd fyrir venjulega partakynninguEinfaldar sviðsmyndir sem ekki byggja á neinni  HDRi  mynd treysta á uppsetningu lýsingar fyrir háljós og skugga. Athuga skal þó að HDRimyndir er aðeins hægt að nota þegar búið er að koma á fjarvíddarásýnd.

 

Þegar einu sinni er búið að breyta sviðsmyndinni, herberginu, ljósunum osfv er hægt að vista útkomuna og nota á önnur líkön.

 

Hakið við boxið til að vista sviðsmyndina ásamt líkaninu. Smellið tvisvar á sviðsmyndina (Scene) í sviðsmyndasafninu (Scene Gallery) til að nota stillinguna fyrir líkanið.