Eftirhermun 


Upphaf vinnunnar

Aðvörun varðandi asm skrárHönnun er byggir á ferli að ofan og niður (Top Down) og notar tilvísun frá öðrum einingum innan  asm. skrárinnar getur orsakað mistök ef byrjað er að færa einingar sem eru í tengslum við hvor aðra. Nota skal afritun rúmfræðilegra aðgerða (Copy Geometry) frekar en að nota beinar tilvísanir.

 

Vélræn högun

Viðbótin vélræn högun leyfir þér að greina vélræna högun sem er með tilfærslu eða snúningsliðamót. Þegar einu sinni er búið er búa til samsetningu er einfaldlega hægt að draga hana til á skjá eða hægt er að tengja mótorar við liðamótin sem mun herma eftir stjórnaðri hreyfingu samkvæmt viðkomandi greiningu.

Hægt er bæði að nota einfalda hreyfingu (Kinematic) og hreyfingu sem er undir áhrifum þyngdaraflsins og núningsmótstöðu (Dynamic). 

 

Hreyfimyndir

Viðbótin hreyfimyndir var áður kynningartæki sem birt var í formi Mpeg video skár.  Þetta er einfaldasta aðferðin sem hægt er að nota til að skoða líkan með ólíkum myndavéla linsum. Hægt er að sprengja og setja aftur saman líkön skoða það frá ólíkum sjónarhornum og nota mótora til að snúa liðamótum.  

 

Að staðsetja einingar og draga til með músinni

Bæði í venjulegum samsetningarham, vélrænum högunarham eða hreyfingarham þarf að færa til hluta innan ákveðinna takmarkanna. 

Nota skal Drag táknið efst á verkfærastikuna til að opna Drag samskiptaboxið. Að draga til getur verið erfitt þegar verið er að vinna á enda keðju samsettra eininga með mismunandi framkvæmdafrelsi. Gott er að prófa að draga til endahlutann og hinir hlutarnir fylgja með. Ímyndaðu þér að þú sér að reyna að staðsetja fingur handar og hendin og handleggurinn hreyfist út úr stöðu sinni um leið og þú færir hana.  

Til eru mismunandi stundarþvinganir í þessu samskiptaboxi sem eru gagnlegar þegar nákvæmlega er reynt að staðsetja einingu samsetningar.

 

§  Body-Body sem læsir hömlunni leyfir þér að læsa foreldraeininguna sem verið er að koma fyrir þannig að aðeins
  einingin hreyfist

§  Velja einingu sem kyrrstæða grundvallandi einingu eða MMT (miðmúsartakkinn) eða OK til að nota umhverfið

§  Velja eininguna eða einingar í keðjunni sem þú vilt ekki hreyfa.  MMT (miðmúsartakkinn) eða OK til að klára

§  Ef þú dregur til næsta hluta í keðjunni þá mun hann hreyfast sjálfstætt.