Efnislistinn BOM og undirsamsetningar


Innfelling endurtekinna svæða (RR)

Ef samsetning samanstendur af öðrum samsetningum þarf að setja þær í BOM. Þetta er gert með því að  búa til annað endurtekið svæði RR staðsett inni í upprunalega endurtekna svæðinu RR.


Fyrsta taflan að ofan sýnir skilgreiningaratriði fyrir upprunalega endurtekna svæðið RR. Seinni taflan sýnir atriðin sem voru valin fyrir innfellda svæðið.  Eftirfarandi mynd sýnir töflu með inngreyptu endurteknu svæði . Þessi svæði skarast ekki. Ef nýting endurtekna svæðisins  klúðrast þá skaltu fjarlægja öll svæðin og byrja aftur því annars myndu trúlega fá svæði ofan á svæði.  

 

Til að endursetja endurtekna svæðið (Repeat Region)  vegna margra raða er farið í: Table dálkahnappurinn > Repeat Region > Add

 

Velja skal hólfið efst til vinstri og til hægri á botninum sem myndar stækkanir á endurtekna svæðinu (Repeat Region). Stofnun svæðisins verður ekki staðfest en velja skal þó skipunina afgreitt Done í valmyndarstjóranum Menu Manager.

 

Til að innfella endurtekna svæðið RR er farið í Table dálkahnappurinn > Repeat Region > Add

 

Velja skal fyrsta og síðasta hólfið í annarri röðinni sá botninum á endurtekna svæðinu (Repeat Region). Stofnun svæðisins verður ekki staðfest en velja skal þó skipunina afgreitt Done í valmyndarstjóranum Menu Manager.

 

Þegar búið er að uppfæra töfluna er búið að lista alla upprunalegu atriðin. Nú verður að breyta eiginleikum (Attributes) hvers svæðis fyrir sig til að stjórna því hvernig atriðin eru skráð:

 

Table Repeat Region > Attributes

 

Nota músina til að upplita efsta stig töflunnar eða innfellda endurtekna svæðið (RR). Velja endurtekna svæðið (RR) og byrja á því að fastsetja bæði endurteknu svæðin sem;

 

Attributes > [velja endurtekið svæði] > No Duplicates > Flat

 

Gott er að gera tilraunir með stillingarnar  Duplicates/No Duplicates/No Dup, Level  og  Flat/Recursive fyrir ólíka samstillingar. Til að fjarlægja auka röðum eða hólfum, sem eru talin vera undirsamsettar einingar, á efsta svæðinu fyrir einingar er farið í:

 

Attributes > [velja endurtekið svæði] > Min Repeats > [stilla sem 0]

 

Blöðrur (Balloons)

Venjan er að ekki er hægt að búa til blöðrur fyrir undirsamsetningar þar sem þær eru skráðar sem einingar. Búa skal því til aðskildar yfirsamsetningar (GA) með töflu fyrir undirsamsetningarnar.  

fdfd

 

3fdfd