Hlutar líkans aðskildir í sprengdri mynd (Explode States)


Sprengdar myndir eru höndlaðar í gegnum skoðunarstjórann (View Manager)

 

Sprengt ástand (sprengd mynd)

Sprenging samsetningar hefur ekki áhrif á þvinganirnar sem hafa verið notaðar heldur er þetta einfaldlega aðferð til að skoða stöðu eininganna til að auðvelda að sjá fyrir sér aðskilda parta og hvernig þeir passa saman sem heild.  Þetta er framkvæmt á eftirfarandi hátt:

§  View Manager > Explode tab > New

§  HMT stilla á Explode State heitið > Edit Position til að stjórna stöðu eininganna

§  Velja skal einingu og nota þrívíddarstillitækið (3D dragger) til að setja einingu í nýja stöðu

§  Síðan er eining valin til að draga til í ákveðna fjarlægð

§  Yfirgefa skal Explode sprengjuverkfærastikuna

§  Mikilvægt: HMT> Save til að vista stöðuna

§  HMT > Set Active til að virkja þrívítt ástand sem hefur verið skráð explode state

§  HMT Explode til að afvirkja sprengjumyndin og snúa aftur í hamlaða ástandið

Ctrl velja margar einingar til að draga þær í venjulega stöðu.

 

Línur sem vega upp á móti hvor annarri (Offset Lines)

Á myndinni efst í þessum kafla má sjá línur sem vega upp á móti hvor annarri (Offset Lines) sem gefa til kynna hvernig einingarnar passa saman. Þessar línur eru búnar til með því að velja Offset Line táknið í mælaborðinu (Dashboard).

 

Nauðsynlegt er að velja frá-til tilvísunina (from-to reference) og stefnu línunnar. Ef um er að ræað sívalning þá er stillt eftir gati. Ás (Axis) er mun áhrifaríkari en sívalningsformað yfirborð hvað varðar stefnu lína sem vega upp á móti hvor annarri (Offset Line). Stundum þarf að gera tilraunir með hvað rúmfræði er hagstæðust til að fá línuna rétta.

 

HMT á  Offset Line til að fá upp möguleika á vali.
Muna þarf að vista sérhverjar breytingar á sprengda ástandinu Explode State – HMT á heitið.