Þrívíð formvinna í Creo forritinu


Creo byggir á Kartesíusarhnitakerfinu sem nefnt er eftir franska heimspekingnum René Descartes (Cartesius á latínu), sem fann það upp.  Víddunum þremur X, Y og Z (3D) er lýst með Kartesíusarhnitakerfinu. Í Kartesíusarhnitakerfinu er hnitið 0,0,0  er sjálfgild staðsetning fyrir  X, Y og  Z. Kartesíusarhnitakerfið er rétthyrnt hnitakerfi með tvo eða þrjá ása eftir því hvort það er í tví- eða þrívídd. Ásar þessir eru hornréttir hvor á annan og kallast x-ás, y-ás og z-ás. Allar einingar í hinu þrívíða rými eru skilgreindar með hnitum sem lýsir stöðu þeirra miðað við sjálfgilda staðsetning x, y og z ássins sem er 0,0,0 og lýsir einnig afstöðu einingarinnar til annarra eininga.

 

Þegar unnið er í Creo þarf yfirleitt ekkert að fást beint við hnitakerfið en nauðsynlegt er að muna að forritið er byggt upp á hnitarúmfræði með þremur víddum. Gott er að skilgreina grunnflötinn í hinu þrívíða umhverfi forritsins sem XY og stefnuna upp frá grunnfletinum sem +ve Z. Þetta auðveldar að láta líkön í Creo umhverfinu snúa eins og væru í raunheiminum og einfaldar ólíka samsetningu hluta.