Móta


Í þrívíðri líkanagerð eru flest líkön mynduð með því að bæta við efni (extrusion). Formanir er einnig hægt að framkvæma með því að taka í burtu efni af fullgerðum líkönum. 


Til að búa til líkan þarf fyrst að teikna grunnskissu sem síðan er þykkt með skipuninni að móta eða forma skissu er táknuð með 

   Extrude

Tvívíddarskissa er fyrst þróuð eftir línulegri leið að skilgreindri fjarlægð til að mynda þrívítt form.  Þær geta verið opnar eða lokaðar. Lokuð skissa er mynduð af heilum línum sem verða undirstaða myndunar formsins (rúmtaksins) sem síðan er myndað með því að bæta við eða minnka efni. 

 

Til að forma með því að taka í burtu efni þarf að:

  •  búa til líkan sem hægt er að taka af efni
  •  búa til nýja skissumynd - sem getur verið á yfirborði formsins, á einu af grunnvinnuplönunum eða
  •  á nýju vinnuplani.


Opin skissa getur hinsvegar myndað yfirborðslögun eða þunnt form. Með myndun þunns forms er opin skissa þykkt. Þessi aðferð er gagnleg fyrir hönnun þar sem notaðir eru partar úr þunnum málmi.

Mælaborðið

Í mælaborði forritsins er hægt að framkvæma margar skipanir. Þar birtast líka margar upplýsingar í gegnum hönnunarferli líkansins Mælaborðið er þægilegt í notkun og auðveldar hönnun líkana.


 


Með dýptar skilgreiningunum er hægt að skilgreina „lengd“ rúmtaks sem búið er að móta og umfang rúmtaksins.


Að móta út frá/að ósléttum fleti

Algengt er að framkvæma þessa skipun með því að taka í burtu eða draga út svæði sem búið er að skissa á ávölum og ósléttum fleti.  Aðeins er hægt að byggja slíka mótun á yfirborði sem byggir sléttum fleti. Aðra leið til að gera þetta má sjá í næsta þætti hér að neðan.

 

Draga út svæði frá yfirborði

Mótaðu form út frá fleti fyrir ofan eða neðan fyrirborð sem fer í gegnum yfirborðið með því að mynda efni og byggja við formið. Síðan er rúmtakið skorið burtu með því að nota svipaða aðferð og upprunalega yfrirborðið var búið til með, sem er að þessu sinni sem hliðrun í ákveðinni fjarlægð.

 

Skera í yfirborðið

Skerðu í gegnum yfirborðið frá fleti fyrir ofan eða neðan yfirborðið. Fylltu útskorna svæðið með því að nota hliðstæða aðferð og var notuð til að búa til upprunalega formið, en með því að vega upp á móti þeirri fjarlægð sem vantar.

 

Önnur leið til að framkvæma þetta er að nota aðferðina „hliðrun flata“ (Offset Surface).