Sniðblöndun: áhrif sniðsins  

Sniðblöndunaraðferðin sem notuð er í Creo er þekkt í flestum CAD forritum undir heitinu „tenging sniða“ (loft). Þessi aðferð kemur upprunalega úr bátasmíði og vert er að skoða enska heitið splines sem þýðir á íslensku þverbönd (sjá mynd). 


Creo myndar gegnheilt form (yfirborð eða afskurð) úr mörgum tvívíðum (2D) sniðum sem eru með ákveðið bili á milli sín (solid, cut or surface) með því að fylla upp í bilið á milli þessara skurðþversniða. Kerfi forritsins ákveður hvaða form er búið til sem byggir á jafnri breytingu formsins frá einu þversniði til annars.  


Huga þarf að tveimur meginatriðum þegar blöndun er framkvæmd en það er fjöldi hvirfilhnita í hverju sniði og samfylking byrjunarhnitanna.

 

Fjöldi hvirfilhnita

Í dæminu hér að neðan er búið að blanda hring saman við sexhyrning. Línurnar sem tengdu þessi tvo snið sem einkenna formið og mynduðu efnislegt rúmtak tengjast í hvirfilhnitunum (hnitin þar sem bogarnir mætast) frá fyrsta sniðinu til þess næsta.

Ef hvirfilhnitin eru hinsvegar mismunandi mörg eins og í dæminu hér að ofan til vinstri (hringurinn er ekki með nein hvirfilhnit) þá þarf Creokerfið að ákveða hvar á að tengja hnitin. Í þessu tilfelli hefur hringnum verið skipt í sex hringboga.

Við hefðum hinsvegar getað skipt hringnum í færri hluta og búið til blandaða fylkingu af hvirfilpunktum, samanber myndina hér að ofan. Ef við myndum síðan tengja tvo hvirfilpunkta á sexhyrningnum, sem væru ofan a hvor öðrum, ofan á þá sem eru til staðar á hringforminu þá yrði útkoman annað form. 

 

Byrjunarhnitin

Í hverju sniði eru hvirfilhnitin hönnuð sem byrjunarhnit. Þetta eru fyrstu hnitin sem sameinast milli sniðanna. Eftir það tengir forritið sérhvert hinna hnitanna saman. 

Staðsetning byrjunarhnitanna ákveður lokaformið. Þetta er hægt að sjá á myndunum tveimur hér að ofan þar sem byrjunarhnitin eru færð til á myndinni til hægri til að breyta forminu.   

Ákvörðunin um fjölda hvirfilhnita og staðsetningu byrjunarhnitanna verður þó alltaf að byggja á hönnunarviðmiðunum og hönnunaráformunum. 

 

Ferlið

Algengar vangaveltur:

§  Í öllum blöndunaraðgerðum verður hvert þverskurðarsnið að vera með sama fjölda hvirfilhnita (punkta), sem þýðir að hún er byggð upp á sama fjölda lína. Þetta felur í sér skilgreiningu á tengingu eins hnits við annað.  

§  Gott er að gera tilraunir og skipuleggja framkvæmdina þannig að sniðið fari ekki  inn í einhvern boga í sporbaugnum sem er vandamál sem getur komið upp ef þrýsta þarf sniðinu saman innan þröngrar bugðu á sporbaugnum.

§  Þverskurðarsniðið og sporbauginn er hægt að skissa upp eða velja út frá brúnum sem eru til staðar eða með tilvísun í önnur rúmtök. Tilvísunarrúmfræði er því traustari.   

§  Flesta af ofangreindum ferlum er hægt að nálgast í gegnum RMB valmyndina (sbr. mynd):

 Virkjaðu Blend (sniðblöndunar) verkfærið

 

Mælaborðsmöguleikar

 Gegnheilt eða yfirborð?   Útskot eða afskurður Þykkt?

Þar sem yfirborðið er sjálfgefið verður að velja gegnheilt form, ef þess er óskað.

Lokuð skissa framkallar rúmtak sem getur bætt við sig efni eða minnkað það.

Opin skissa framkallar yfirborðsatriði eða bíður upp á þykkingu. Þykktarmöguleikinn þykkir opna skissu sem er gagnlegt þegar t.d. er unnið með málmhluti.  

 

Yfirborðsskissur

Sjálfgefna ferlið er að búa til  samblöndu innri sniða eftir að búið er að búa til sporbauginn.

Að búa til skissur af sporbaug og sniðum í sitthvoru lagi er þó mun árangursríkari leið þar sem hægt er að sjá fyrir sér formið og byggingarferlið tapast ekki ef þessum þáttum er eytt.

RMB valmyndin >  Valin snið (Selected  Sections)

 

Snið

Snið er hægt að skissa sem bogalínur eða röð af hornalínum en sniðið verður þó að vera í ákveðnum fleti (sléttu). Sniðfletir þurfa þó ekki að vera samsíða.


Í framkvæmdinni:

Vertu viss um að sniðið næst byrjunarreitnum á sporbaugnum sé valið (örvarendinn)

§  Veldu fyrsta sniðið

§  RMB valmyndin > Setja inn snið (Insert section)

§  Haltu áfram að setja inn snið  þar til formið birtist

 

Byrjunin

Ef gegnheila formið er brenglað vegna þess að byrjunarhnitin eru ekki samstillt þá má draga þau til, sbr. byrjunarleiðarmerkið, að viðeigandi hvirfilpunkti.  Ef ekki er hægt að forskoða formið þarf fyrst að athuga fjölda hvirfilpunkta í hverju sniði sem verður að vera jafn.

Í dæminu að ofan þurfum við að hætta við framkvæmdina og jafna fjölda hvirfilhnita í sniðunum. Algengasta lausnin er að auka fjölda hvirfilhnita eins og hægt er.

 

Samblanda hvirfilhnita 

Stundum er til staðar ójafn fjöldi hvirfilhnita. Ekki er þó  viðeigandi að brjóta upp einn af bogunum vegna löngunar að blanda saman mörgum hnitum í einu sniðinu saman við einstök hnit í öðru.  Hvernig væri t.d. að stilla upp ferningi á móti þríhyrningi ? Í þessu tilfelli verðum við að nota samblöndu af hvirfilhnitum  (Blend Vertex) sem felur í sér að hnit er sett ofan á hnit til að auka fjölda hvirfilhnitanna.

Þegar ferlið heldur áfram og kemur sniðinu sem þarf blöndu af hvirfilhnitum þá þarf að nota skipunina „bæta við blönduðum hvirfilhnitum“ (Add Blend Vertex sem kemur  upp þegar smelt er á dálkahnappinn (Sections tab).  Viðbótarhnitin sjást sem hvítir ferningar sem þarf að draga að viðeigandi hvirfilpunkti.

Ekki er hægt að nota blöndu af hvirfilhnitum í upphafsstöðunni ( Start Point). Ef það gerist hinsvegar og  þeir falla saman þarf að flytja byrjunarstöðu sniðanna til, sbr. myndskeið hér að ofan.  

Endaástand sporbaugsins

Hægt að nota ástand ástand endaleiðarmerkjanna til að stilla af hvirfilhnitin. Í dæminu hér að neðan voru settar upp nokkra einfaldar yfirborðsstillingar áður en  sniðblöndunin átti sér stað til að auðvelda uppsetningu sporbaugsins sbr. myndskeið hér að ofan.