Umsnúningur: formun hlutar með snúningi um ás


Umsnúningur (Revolve) er framkvæmdur þegar tvívíddarskissu er velt um ás ákveðna vegalengd eða ákveðna gráðu úr hring til að mynda þrívítt form. Í umsnúningi myndast hringlaga skissuform utan um ás sem verður að vera í sama plani og skissan sjálf (grunnplanið eða yfirborðsflöturinn). Ásinn verður að vera:

 

bein brún sem er til staðar á skissu eða formi

 ás

-  eða miðlína sem er búin til innan í skissunni  

 

Skissan verður að vera til hliðar við ásinn

Umsnúningsaðferðin er svipuð mótunaraðferðinni því fyrst þarf að teikna upp skissu og síðan að þróa hana í gegnum ákveðna fyrirfram skilgreinda vegalengd sem er í þessu tilfelli ákveðinn stærð geirungs í stað línulegs gildis. Sérhver hornastika þarf ás og núll tilvísun. Í umsnúningi er skissuflöturinn núlltilvísunin.

Athuga: Ef þú ert með þætti í sniðinu sem tengjast ásnum þá getur þú aðeins verið með eina sveigju í þeirri stöðu. Ekki er hægt að vera með fleiri en eina skissaða kúrfu á ás. Allar kúrfur verða einvörðungu að vera á einni hlið ássins sem myndar snúninginn.  


 Snúningsás er lína sem sniðið snýst í kringum

Ásinn getur annaðhvort verið eftirfarandi:

1.  Sífelldur, en þá er hann bein brún eða viðmiðunarás eins og sýnt er hér fyrir neðan. Öxullinn verður að tilheyra sama fleti og sniðið.


2. Snúningsás (HMT > Axis of Revolution) sem myndaður er áður en sniðið er búið til.

3. Miðjulína sem er til staðar er valin > HMT > og þar til gerður snúningsás.

Hversu mikið umsnúningurinn er formaður um ásinn og form endanna fer eftir því hvernig hann er dýptarstilltur.