Undirþáttuð líkanagerð

Freestyle verkfærið  er leið til að ráðgast með form og ein af sterku hliðum Creos því það gerir hönnun forma auðvelda og hönnuðurinn getur einblínt á myndun formsins án þess að hafa áhyggjur af mörgun skipunum.

 

Til að nálgast verkfærið er farið í: Model dálkahnappinn > Surfaces > Freestyle. Þessi aðferð sem felur í sér að ráðgast með form er notuð í forritum eins og 3DStudio og Maya. Ágæti hennar er að hún sameinar undirþætti í hnitarúmfræðilegri líkanagerð í formi. Síðan er hægt að vinna áfram með formið og laga það til með öðrum aðgerðum.

 

Muna þarf að um er að ræða myndun yfirborðsforms þannig að nauðsynlegt er að gera formið gegnheilt með því að þykkja það og/eða efnisgera eða nota formið til að skera til önnur form með því að efnisgera formið.   

 

Í þessu samhengi er einnig vert að skoða aðgerðina Surface Edit sem felur í sér vinnu með yfirborð í stílþætti Creo (Style) til að undirþætta breytingu á tilbúnu formi (setja inn link).

 

Ráð:

  • Bakgrunnsskissa mun verða til leiðsagnar við meðferð formsins (setja inn link)
  • Dragðu kassann að öllum völdu yfirborðsflötunum/hvirfilhnitunum
  • Reyndu að deila niður brúnum frekar en yfirborðsflötum
  • Athugað þarf mismuninn þegar mótaður er yfirborðsflötur og þá þarf að draga að sér þann yfirborðsflöt til að bæta á hann fleiri smáatriðum þ.e. aðeins á þann enda líkansins sem verið er að fást við.
  • Betra er að mynda samhverfu skissu áður en flytja þarf frumskissuna þar sem þörf verður fyrir hana síðar
  • MMT til að endurtaka fyrri skref
  • HMT til að nálgast snögglega stjórntækin.

Hjálp frá Creo  – Smella til að nálgast PTC linkinn

Freestyle æfing frá PTC til að búa til flöskulíkan.

 

Farið er í: Help> Creo Parametric > Surfacing > Freestyle > Example: Creating a Bottle Using the Freestyle Commands

 

Ath: að notandinn verður að vera skráður inn á síðu PTC til að nálgast æfinguna.

Hér á eftir koma nokkur video frá PTC sem fjalla um undirþáttaða líkanagerð: