Útdráttur óbreytanlegs sniðs


Útdráttur byggir á tvívíddarskissu sem er þróuð eftir ólínulegri braut  til að mynda þrívítt form.

Hugsaðu um útdrátt sem ólínulega þykkingu eða útþrýsting. Sniðið fylgir þá skilgreindri sporbraut í gegnum rými og heldur innri stærð sinni og stöðu, hlutfallslega miðað við sporbrautina.

Mikilvægt er að hafa í huga að í einföldum útdrætti þarf staðsetning tvívíddarskissunnar (sniðsins) að miðast við sporbrautina.

Í dæminu að ofan er búið að draga út tvo nákvæmlega eins hringferla eftir sama sporbaugnum en staðsetning sniðsins á ólíkum stöðum. Hringferillinn á bogunum er eins og í nákvæmlega sömu fjarlægð frá sporbaugnum á hverjum stað og sniðið alls staðar eðlilegt miðað við sporbauginn.

Hinsvegar hafa tvö mismunandi form verið búin til með sama sporbaug og sniði. Ef miðað er við hringferilinn á innanverðum sporbaugnum þá skarast rými efnisins, sem var búið, til við sjálft sig. 

 

Framkvæmd útdráttar

  1. Virkjaðu útdráttar verkfærið   
  2. Veldu sporbaug svo sem brúnir sem eru til staðar, boga sem búið er að skissa eða viðmiðunarkúrfu
  3. Myndaðu samfellda röð brúna ef þurfa þykir
  4. Búðu síðan sniðið til í skissuumhverfinu.