Viðmiðunarrúmfræði


Aðgerðir sem flokkaðar eru undir viðmiðunarrúmfræði forma byggja ekki á aðskildum hlutum líkana heldur eru líkönin búin til til að undirbyggja viðmið fyrir þætti í líkaninu þar sem engin almennileg viðmið eru til staðar. Athuga þarf í þessu samhengi að allt þarf að framkvæma innan hins þrívíða rýmis.  

Stig frelsis

Stig frelsis (Degrees of Freedom, DoF) er frelsi til að fara í átt sem ekki hefur verið tengd við aðra heild. Þá kemur upp vandaveltan um hvort að hægt sé að hreyfa heild í einhverja átt eða snúa henni?

 

Í viðmiðunarrúmfræðinni er einnig búið til viðmið í rými sem ekki er stigi frelsis DoF. Ekki er hægt að ljúka aðgerðinni til að DoF hefur verið skilgreint eða þar til formið er að fullu beislað. Það fer eftir eðli rúmfræðilegu aðgerðarinnar hversu margar tengingar þarf til að staðsetja nýtt form með nýjum viðmiðunum og einnig hvaða aðrar viðmiðanir tengjast forminu.

 

Að safna viðmiðunum  
Hvort sem notast er við viðmiðunargluggann eða ekki þarf að halda niðri Ctrl takkanum (Windows virkniþáttur) til að safna saman mörgum viðmiðunum.

 

Normalcy (miðað við venjulegt) – hugtakið venjulegt er yfirleitt notað í stað lóðréttur eða hornréttur til að lýsa línu eða 90 gráðu ás  (í allar áttir) á flöt eða yfirborð.

 

  Plön (sléttur):

Parallel - samsíða hliðrun á móti öðru plani eða yfirborði 

Normal - eðlilegt gagnvart plani eða yfirborði

Through - gegnum ás eða línu eða brún eða hnit

Angular offset - hornmynduð hliðrun frá öðrum fleti og þá þarf að sameina í gegnum ás eða línu eða brún eða hnit (through axis/line/edge)

 

  Hnit:

Ekki setja viðmiðunarhnit á beygða enda eða endabrúnir á yfirborðsfletinum. Þetta eru hvirfilhnit sem nú þegar er búið að stilla af og eru því hnit sem hægt er að tengja við.  Ef þú ert hinsvegar að búa til mikill fjölda hnita þá þarf að koma þeim öllum fyrir í einni aðgerð, ef hægt er, sem gerir lengd aðgerðaraðarinnar miklu styttri.

 

Vísa skal til eða tengja við aðrar viðmiðanir:

On - á yfirborði eða plani og vísað í aðra heildir t.d. tvö yfirborð  

On - á brún eða línu að enda  brúnar eða línu

On - á ás sem er tengdur við eða vísar til annarrar viðmiðunar

  Offset - hliðrun á móti hnitakerfi (Coordinate Systemcsys) sem byggir x, y og z ásum

 

 Ás:

Through - í gegnum hnit/hvirfilhnit/boga eða brún

Normal – venjuleg tenging við yfirborð eða plan (þarf ekki að vera á plani)

 

Bogar:

  Sketched - skissað á yfirborðsflöt eða grunnplan

 

 Thru Points - í gegnum hnit er hægt að setja boga saman til að fara í gegnum hóp hnita svo sem viðmiðunarhnit, hvirfilhnit eða endahnit boga.


Ástand enda


Hægt er að búa til samfelldan sporbaug eða samfellda bogadregna viðmiðun ef endi sporbaugs er með viðmið í gegnum byrjunarhnit að annarri heild, þ.e. byrjar frá hvirfilhniti á brún eða hniti á yfirborði.

 

On surface - á yfirborði þegar bogi milli tveggja hnita hefur verið búinn til. Þá er hægt að breyta staðsetningu hans frá stigi frelsis (DoF), sem er stysta og jafnasta leiðin milli hnitanna, og staðsetja hann á yfirborði (bogadregnu eða grunnplani). Hnitin verða að vera til staðar á yfirborðinu áður en hægt er að framkvæma þetta.   

 

 Sweep curve –er  útþrýstingur boga milli margra hnita er hægt að framkvæma með beinni línutengingu milli hnita og rúnings á samtengingunni. Þegar er fínn valkostur til að þrýsta út formgerð eins og formi úr beygðum stálrörum,  sbr. stólinn hér að ofan.

 

  Intersect – skerast, skipunin býr til boga þar sem tvær forvaldar formheildir skerast (mynda skurðpunkta). Þetta geta verið tveir skissaðir bogar, tveir yfirborðsfletir, og flötur (slétta) og yfirborð.  

  Project – varpa boga sem er til staðar eða skissu sem hægt er að varpa á venjulegan hátt að völdum fleti eð yfirborði.

  Wrap – sveipa eða umvefja. Varpaður bogi verður afbakaður ef hann er búinn til á flatarlausu yfirborð. En  þessi aðgerð aflagar þó ekki formið þar sem það formast þvert yfir yfirborð þannig að lengdir boganna haldast óbreyttar.


Athuga: ekki er hægt að varpa boga á yfirborð sem er bogadregið í tvær áttir, aðeins er hægt að varpa sívalningum. Samsvarandi má ímynda sér hvað gerist þegar reynt er að setja límmiða á kúlu sem hlýtur þá að krumpast.

 

Að sveipa margbrotið yfirborð  

Ef þú þarft að nýta einhverja boga á yfirborði með sem er bogadregið í tvær áttir þá gæti eftirfarandi lámarkað afbökun formsins:

§  Sívalningur er búin til sem passar nokkurn veginn við viðkomandi yfirborð í þvermáli og afstöðu.

§  Skissa er búin til og vafin um sívalninginn

§  Skissa er búin til úr bogunum sem voru umvafðir með skipuninni: Sketch (skissa) > Copy Edge (afrita verkfæri fyrir brún)

§  Notuð er á viðeigandi hátt afbökuð skissa með ferlunum vörpuðu (Project) eða hliðruðu (Offset) yfirborði en þá leggst  yfirborðið að áfangastaðnum eða hinu yfirborðinu

Ef að yfirborð sem á að sveipa hefur tilhneigingu til að verða kúlulaga þá mun það afbakast í aðra áttina. Þá er nauðsynleg að jafna stöðu sívalningsins í áttina að minnstu afbökuninni.

 

 Hliðraðir bogar (Offset Curves) 

Til að búa til rými milli samsettra forma sem gætu verið samsett með aðferð sem kölluð er “Samsetning ofan frá“ (setja inn link) gætir þú þurft hliðraðar brúnir eða boga.  

 

Athuga: hægt er hliðra bogum eða yfirborðsbrúnum en ekki gegnheilum brúnum. Yfirborðsbrúnin er þá afrituð eða bogarnir því ekki er hægt að vega upp á móti gegnheilum brúnum. Til að afrita brún á yfirborði forms er valin skipunin  Ctrl CCtrl V og síðan hliðra afritinu (the copy).

 

Til að velja gegnheila brún forms þá er hægt að nota skipanirnar: select solid, select solid surface, select edge of selected surface. Til að velja brún á yfirborði er svo valið: select surface, select edge of selected surface.

 

Hliðrunarverkfærið  (Offset) þarf að virkja með því að velja rúmfræði (geometry). Model tab > Editing > Offset