Vinda upp gorm (útþrýsta gormi) 


Skipuni í Creo til að mynda gorm er  Helical Sweep


Gormar og skrúfgangar eru dæmi um notkun aðgerðarinnar Helical Sweep (utþrýsta formi) sem mætti á íslensku kalla að vinda upp gorm. Hugleiða mætti líka hvernig við gætum búið til form fyrir skrúfur og handföng eins og sýnd eru á myndinni með notkun sömu aðferðar. Best er að hugsa sér aðferðina sem samfelldam útdrátt eftir snúnum sporbaut (setja inn link).

 Hér á eftir kemur myndskeið er sýnir myndun gorms


Skilyrtir eiginleikar sem þar fyrir myndun gorms eða skrúfu


Ás (Axis) – sívalningur sem er miðja formsins  


Kaststig (Pitch) – fjarlægðin eftir öxli fyrir hvern 360 gráðu snúning á gorminum


Profile –þversnið hringlaga forms, sem er eins og umsnúningur (Revolve).

 

Stilling sniðsins

References (tilvísanadálkahnappurinn) > Gegnum snúningsásinn (Through axis of revolution) eða afstöðuna gagnvart sporbaugnum (Normal to trajectory). Þetta skilgreinir hvort að skissuflatarsniðið haldist lárétt (samsíða ásnum eða í gegnum ásinn, sem er sjálfgefið) eða ef hann er venjulegur þá liggur sniðið að útþrýstingssporbaugnum sem myndar gorminn.

Áhrif þessa valmöguleika er best séður með því að útþrýsta (snúa upp eftir ásnum) gormi sem er felur í sér meiri kastlengd en lengd sniðsins.  Á myndinni að ofan til vinstri getur þú séð að útþrýstingssniðið er bjagað ef möguleikinn að útþrýsta í gegnum snúningsöxulinn er notaður (Through Axis of Revolution). Þá er afstaða skissuflatarins langt til hliðar við sporbauginn.

Aðgerðin til hægri á myndinni líkist meira venjulegum útþrýstingi (umsnúningi). Þá er skissuflöturinn alltaf venjulegur miðað við sporbauginn.  


Hægri eða vinstrihandar

Þetta byggir einfaldlega á stefnu gormsins.  Staðlaður skrúfgangur er hægri handar.

 

Kaststig

Þetta er vegalengdin sem gormurinn (spírallinn) fert eftir ásnum fyrir hvern 360 gráðu snúning. Settu tölustaf inn í reitinn á textasvæðinu á skjánum og smelltu á framkvæmd aðgerðina. Þetta kallar fram tvívíddarskissu til að búa til þversnið af gorminum.  

 

Snið

Tryggja þarf að ljóst sé hver tilvísun öxulsins og ytra sniðsins er, því auðvelt er að rugla þessu saman.

 

Breytilegt kaststig

  • Veldu breytilegt frekar en stöðugt kaststig (annar möguleikninn í myndinni hér að ofan)
  • Sniðið getur enn verið hvernig sem er
  • Einföld lína mun leyfa notkun upphafs- og endakaststigs með mýkri breytingu frá einu kaststigi til annars eftir lengd snúningsins
  • Ef þú vilt að kaststigið sé með önnur gildi á mismunandi stöðum frameftir ásnum þá þarftu að búta sniðið niður í kafla eftir því hvar þú vilt að kaststigið sé öðruvísi
  • Beðið verður um byrjunar- og endakaststig gormsins
  • Ferilrit mun síðan birtast sem sýnir kaststigið meðfram sniðinu. Gefðu þér tíma til að bæta sniðskissunni við grafið og skilgreina kaststigið á þessu stigi
  • Ef þú vilt breyta þessum gildum þá er notaður valmöguleikinn að breyta gildum Change Value option in the Pitch > Define Graph menu.

 

Mismunandi snið

Notaður er möguleikadálkahnappurinn (Options)  > Vary Section (breytilegt snið). Þessi aðgerð býr til útþrýsting með breytilegum sniðum. Hún notar tengingu sniða með færibreytum sem að breyta stærðum færibreytanna í skissunni. Trajpar er færibreytukerfi í Creo sem er breytilegt frá 0 að 1  þvert á lengd skilgreinds skorbaugs (sjá nánar um gorma sem byggja ekki á sivölum formum í stærðfræðilegri stjórn (setja inn link).