Flökun (Fillet)


 Rúningur  

Að skipta út brún fyrir ávalt yfirborð sem hefur snertilínulegt (tangential) samband við tvo móðurfleti.

Ef móðurfletirnir mætast með ytra horni sem er stærra en 180 gráður er efnið tekið í burtu til að mynda ávalt yfirborð. Ef gráðan er minni þá er efni bætt við til að mynda íhvolft yfirborð. Grunnferlið er að:

Virkja  rúningarverkfærið

Velja brún eða brúnir og stilla radíusinn.

 

Brúnakeðjur (setja inn link á Edge chains) og lögun

§  Nota Ctrl ef velja á margar tengdar brúnir til að búa til jaðra og rúning með sömu hnitum.

§  Nota Ctrl ef velja á margar ótengdar brúnir til að búa til rúning með sömu hnitum.

 

Brúnirnar mynda lögun

Ef valdar eru ólíkar brúnir án þess að þrýsta á Ctrl takkann verður til ný lögun (Set) með nýjum hnitum. Þetta leyfir meðhöndlun rúningsins sem eins einstaks atriðis sem er árangurrík aðferð til að minnka lengd líkanatrésins.  

 

Ef valda brúnin er tengd við seinni brúnirnar með snertilínutengingu þá  myndast röð brúna og brúnirnar verða afrúnaðar þar til að ótengdum samskeitum er náð.

 

Mismunandi rúningur

Afrúnaði radíusinn getur verið mismunandi eftir brúnarkeðjunni. Hægt er að bæta inn mismunandi radíusi hvenær sem er eftir endilangri keðjunni.

 

HMT og velja valmynd á rúningarhandfanginu > Add radius (setja inn radíus).

 

Aðeins tveir radíusar verða tilnefndir fyrir brúnarkeðjuna og hnitin. Bæta skal inn fleiri radíusum sem hægt er að staðsetja hvar sem er á endilangri keðjunni (brúninni). Ef rúmfræðinni er misboðið getur þetta hinsvegar mistekist.


Inndregnar brúnir (Intent edges)

Þegar verið er að velja tilvísanir brúna fyrir rúnaðan eiginleika þá skal annaðhvort smella snöggt með hægri músatakkanum HMT > Velja af listanum og á honum mun finnast Intent Edges (inndregnar brúnir) sem skilgreinir hönnunarásetninginn. Þessi brúnakeðja eða safn af brúnum sem tilgreind er með umlykjandi eiginleikum, en ekki með eiginleikum brúnarinnar.

Í dæminu hér að ofan er rúningurinn við grunn minna formsins með tilvísun í inndregna brún umhverfis botninn: "Intent Edge", sem er brún á milli tveggja formheilda og hluti af heildarforminu.  Ásetningurinn er að búa til rúning milli þessara heilda og ekki að búa til rúning á sérstökum brúnum.  Ef móðurformheildinni er síðan breytt (sjá til hægri á myndinni) verða til ný sett af brúnum á milli formheildanna tveggja sem rúningurinn lagast sjálfkrafa að. 

 

Umbreytingar

Á einhverju stigi munu rúningarnir mæta hvor öðrum í líkaninu. Þá er sagt að fletir rúninganna hafi blandast saman og skikinn verður umbreyttur. 

Velja skal  umbreytingarhamstáknið (Transition mode) í mælaborðinu og síðan skal velja upplýsta umbreytingu (transition) á líkaninu. Þá gætu komið upp valmöguleikar á formi umbreytingarinnar samkvæmt rúmfræðinni.

 

Fullur rúningur    

Ef búinn er til rúningur á brúnum tveggja samsíða flata í þeirri stærð sem gagntekur foreldraflötinn á milli þessara tveggja brúna er taklað um fullan rúning (Full Round).

 

Velja skal samsíða brúnirnar tvær > Sets dálkurinn > Full Round


Sjálfvirkt rúningartæki (Auto Round) 

Þetta verkfæri leyfir að vinna með allar (mögulegar) brúnir, gera þær íhvolfar eða kúptar eða bæði. Þegar allt er valið er hægt að undanskilja brúnir (Exclude).

Athuga: Rúningar bæta miklu við endursköpunartímann og stærð skrárinnar. Stundum er þess virði að hylja rúningana þangað til að módelið er tilbúið og framkalla þá síðan aftur þegar líkanið er tilbúið að öðru leiti.    

 

Mistök    

Stundum mistekst að rúna brúnir sérstaklega þegar um er að ræða margar brúnir án snertilína. Best er að gera tilraunir og sjá fyrir sér hvað kerfinu er ætlað að gera.

Er að rúningur mistekst verður að grípa til yfirborðslíkanagerðartækni til að framkvæma rúmfræðina.

Options dálkurinn > Attachment > Surface

Þessi möguleiki býr til yfirborð fyrir rúning eða íhvolft form án þess að klippa formið til. Til verður samsetningaryfirborð sem verður líklegra til að heppnast ef rúningur mistekst og hægt er að handgera slík form.