Skissuvinna

Gerð tvívíddarskissu er upphaf allrar tölvustuddar þrívíddarvinnu. Fyrst er skissan mynduð í grunnplani hönnunarinnar og eftir það er hún gerð að þrívíðu formi með því að móta hana (extrude) og gera þrívíða.


Skissur eru grunnur rúmfræðilegra aðgerða í þrívíddarhugbúnaðarumhverfi (CAD). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvernig á að teikna upp haldgóða skissu sem inniheldur hönnunarásetning og viðmið. Einnig er nauðsynlegt að hún taki auðveldlega breytingum til að hægt sé að þróa hönnun líkansins.