Að búa til og vinna með skissu
Skissur eru grunnur rúmfræðilegra aðgerða í vinnuumhverfi þrívíddarhugbúnaðar (CAD). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvernig á að teikna upp haldgóða skissu sem inniheldur hönnunarásetning og viðmið. Einnig er nauðsynlegt að hún taki auðveldlega breytingum til að hægt sé að þróa hönnun líkansins.
Sjálfstæð skissa eða ferilskissa í umhverfi forritsins
Skissur geta staðið sjálfstæðar í umhverfi þrívíddarforritsins, sem einföld rúmfræðileg aðgerð eða verið undirstaða þrívíðs forms, yfirborðsaðferðar eða verið hluti af lengra ferli.
Uppbygging sjálfstæðra skissa
Kostir
§ Þarf að nota við gerð atriða eins og við myndun sporbauga og yfirborðsforma
§ Auðvelt er að sjá fyrir form (rúmtak) áður en það er byggt
§ Ef þú eyðir aðgerðinni þá tapast ekki rúmfræðilegur ferill.
Ókostir
§ Viðbót við feriltré líkansins (sem sýnir allar aðgerðir; sést efsti til vintri í Creo umhverfinu)
§ Ekki næm fyrir samhengi annarrar framkvæmdar svo sem myndun innri áss sem notaður er til að snúa formi eða ætlaður fyrir notkun greiningarverkfæra
Upphaf framkvæmdarinnar byggir á eftirfarandi: Velja skal viðmiðunarvinnuflöt (Datum Plane) eða yfirborð vinnuflatar (Planar Surface). Þegar unnið er með gegnheild form þá er formið fyrst valið og síðan yfirborðið á forminu. Virkja skal síðan skissuverkfærið (sketch).
Ferilskissuaðgerðir
Kostir
§ Minnkar feriltré líkansins
§ Er tengt við skylda þætti í feriltré líkansins
§ Næmt fyrir samhengi, svo sem t.d. ásum sem staðsettir eru á líkaninu og notaðir til að mynda form umhverfisins og fyrir greiningarverkfærunum.
Ókostir
§ Ef ferlinu er eytt þá eyðist skissan
§ Ekki hægt að nota skissuna til að byggja upp aðrar heildir.
Velja viðmiðunarvinnuplan (Datum Plane) eða yfirborð vinnuplansins (Planar Surface). Þegar unnið er með gegnheil form þá er formið valið og síðan yfirborðið á forminu. Virkja skal aðgerðaverkfærið. Þetta opnar samstundis skissuumhverfið.
Að skoða skissuplanið
Líkanið breytir að jafnaði aldrei um stöðu þegar verið er að skissa. Hinsvegar er stundum gott að stilla skissuflötinn samsíða tölvuskjánum (sjá mynd).
Veldu merkið fyrir ásýnd skissu „Sketch View“ með skissudálkahnappinum „Sketch tab“ eða með fljótopnanlegu verkfærastikunni (quick access toolbar).
Til að breyta skissu (tvær aðferðir)
Hægt er að nota tvær aðferðir:
1. Tvísmella á formið á teiknisvæðinu. Þættir sem hægt er að draga til eru með hvítum þríhyrndum bendli.
2. Einnig er hægt að velja formið á teiknisvæðinu > RMB > Edit Definition (vinna með afmörkun). RMB eða hægrismella á atriðið í feriltré líkansins (ekki þarf að byrja á því að velja ) > Edit Definition (vinna með afmörkun).
Tivísanir skissunnar
Hnitarúmfræði þarf að skýra að fullu í samhengi við Kartesíusarhnitakerfið sem byggir á víddunum x, y og z. Nauðsynlegt er að lýsa stöðu tvívíddarskissu á skissufleti á x og y víddunum með stærðum og rúmfræðilegum þvingunum (hliðarskilyrðum). Skissutilvísanirnar eru einingarnar sem þú byrjar að vinna út frá og þar sem hinar rúmfræðilegu tengingar verða til.
Hugbúnaðurinn mun að öllu jöfnu setja upp tilvísanir (tengingar) að handahófi og í flestum tilfellum virka þær. En þegar líkanið verður ígrundaðra og flóknara þarf að velja tilvísanir (tengingar) sem passa betur við tilgang og viðmið hönnunarinnar.
Hnitakerfi, hnit eða lóréttan ás er hægt að láta í friði og mun Creo þá sjálft búa til bæði lóðréttar og láréttar víddir (yfirborð og grunnflöt). Að velja sjálfur brúnir getur hinsvegar skapað vandræði (sjá næsta þátt).
Afstaða skissunnar
Lárétti ásinn x og lóðrétti ásinn y í skissu eru skilgreindir og eru því venjulega ekki vandamál. En segjum að skissað sé á yfirborði sem er ekki í flútti við láréttan og lóðréttan ás líkans. Þá byggir rúmfræðilega aðgerðin ekki á réttri afstöðu og þá gæti verið æskilegt að velja tilvísanir til að skilgreina xy ásana (vektorana). Þetta er gert með því að velja tilvísun í vinnuplan sem er hornrétt á skissuplanið.
Góð skissuvinna
Vönduð skissuvinna felur í sér:
§ Bogadregnar línur ( í mælikvarða)
§ Rúmfræðilegar hömlur
§ Að búa til stærðir
§ Að breyta stærðum.
Að búa til góða skissu sem hægt er að treysta á við gerð undirstöðu atriði í þrívíddarhönnun er mikilvægt skref í árangursríkri líkanagerð.
Skref 1: Stilla skal á rúðunetið fyrir gerð skissa og súmma inn eða út til að stilla teiknisvæðið miðað við stærð skissunnar sem á að teikna. Þá þarf ekki að breyta stærðum smám saman eftir að skissa er tilbúin, en sú aðferð leiðir oft til vandræða. Miklar breytingar á stærðum enda oft í afbökun skissunnar.
Skref 2: Nota skal línur og boga (frekar en að kippa til hringi og ferninga) til að mynda upphafspunktinn og búa til skissu í samfelldri línu.
Þegar notaðir eru hringir og bogar sem eru klipptir til verða endar línanna oft ótengdir sem orsakar opnar endurtekningar sem erfitt er að laga til. Líklegt er einnig að teiknaðar verði línur ofan á línum sem erfitt er að finna og eyða. Betra er að byrja frá einum upphafspunkti og nota bæði línu og boga þegar unnið er með endurtekningar.
Skref 3: Búa skal til skissu í réttum hlutföllum.
Þetta kemur í veg fyrir að teiknarinn þurfi að breyta stærðum vinnunnar. Draga skal til hnit og heildir þar til að rúmfræðin hefur verið endurmynduð.
Skref 4: Nota skal rúmfræðilegar þvinganir.
Tengja skissuna við tilvísanir skissunarinnar og nota rúmfræðilegar þvinganir áður en stærðarþvinganir eru myndaðar til að laga til form og hlutföll í skissunni. Þetta mun lámarka fjölda rúmfræðilegra hamlana. Algengu þvinganirnar sem eru notaðar eru snertilína and víxlstuðull.
Skref 5: Nota skal stærðarþvinganir.
Það er góð æfing að reyna að ljúka gerð skissunnar án nokkurrar veikrar stærðar. Þetta tryggir að allar stærðirnar hafa verið ígrundaðar og athugaðar.
Skref 6: Breyta stærðunum.
Notað er „ná í táknið“ ( pick icon). Tvísmellt er á stærðina til að breyta henni. „Ná í táknið“ er einnig notað til að að draga til, til að staðsetja box allstaðar í kringum stærðarhlutann. Til að velja þau er náð í „breyta táknið“ (modify icon) til að lista allar stærðirnar, en þá er einfalt að breyta þeim. Takið hakið úr endurgerðarmöguleikanum þar sem hann gæti valdið bjögun vegna þess að hver stærð uppfærist um leið og breytingar eru gerðar.
Skref 7: Laga skissumistök.
Ef skissan mistekst er algengasta ástæða þess að endahnit eru ekki tengd sem orsakar að opin heild myndast. Það þarf því að horfa eftir núllstærðum. Einnig gæti þetta verið vegna þess að línur liggja ofan á öðrum línum, en erfitt getur verið að finna þær. Síðarnefnda atriðið er helsta ástæða þess að hagstætt er að búa til heildir er byggja á bogum og línum.
Námundaðar stærðir
Hugsanlegt gæti verið að einhver vildi vera með stærð sem væri t.d. 47.63 mm eða 42.97 gráður? Betra er þó að námunda stærðirnar því hafa skal í huga þessar stærðir munu koma upp í vinnuteikningunum.
Aðferðin að búa til traustar skissur er ekki eina aðferðin sem hægt er að byggja á því alltaf má finna undantekningar en gott er að byrja með þessu góðu viðmiðanir í huga. Hver og einn notandi mun síða þróa sínar eigin leiðir.
Endurskoðun skissu
Þegar búið er til gegnheilt líkan verður skissan annað hvort að vera einföld og lokuð eining eða margar lokaðar einingar sem ekki skarast.
Algeng atriðið sem orsaka að skissa mistekst eru:
Eftirstöðvar
Venjulega orsakast þær af lélegri klippingu lína. Horfa skal eftir stærðum sem ekki hefur verið gerð grein fyrir.
Lína ofan á línu
Eftirgerð línu sem liggur ofan á línu er skilin eftir sem önnur ófullgerð heild. Venjulega gerist þetta þegar stærðir eru illa klipptar til. Erfittgetur verið að finna þessar línur. Leita þarf að stærðum sem ekki er hægt að útskýra.
Ótengdir endapunktar
Endapunktar virðast tengjast en gera það ekki vegna ófullnægjandi rúmfræðilegra þvingana. Þetta getur gerst þegar verið er að nota virkniþáttinn til að afrita brúnir.
Greiningarverkfæri fyrir snið
Með skissum, sem bæði geta verið hlutar af stærri heild eða sjálfstæðar, getur kerfið notað mörg verkfæri til að vandamálagreina skissur.