Rúmfræðilegar þvinganir 


Athuga: Ávalt skal afgreiða rúmfræðilegar þvinganir á undan stærðarþvingunum.  Þær eru traustari og klófesta betur hönnunaráformið og hönnunarviðmiðanirnar.

Skissa er mótuð af kúrfum sem verður að staðfesta áður en hægt er að búa til venjulegt gegnheilt form. Viðmiðunarstjórninn (intent manager) staðfestir breytingar á skissunni jafnóðum og bætt er kúrfum við hana. Til að kallast staðfest verður skissan að innihalda nægilega margar stærðir og rúmfræðilegar þvinganir til að lýsa að fullu kúrfum.

Rúmfræðileg tengsl eru traustasta leiðin til að klófesta hönnunaráform (setja inn link) í skissu.

Viðmiðunarstjórninn (intent manager) mun sjálfkrafa úthluta rúmfræðilegum þvingunum um leið og skissað er. Þess vegna má ekki leyfa þvingun að verða til ef hún stríðir á móti hönnunarviðmiði eða ásetningi.  Hægt er að velja og eyða rúmfræðilegum þvingunum með stærðum.

Stundum getur verið flókið að velja rúmfræðilega þvingun ef ekki er hægt að upplýsa þvingun með því að fara með músina yfir hana þegar hún er í réttri stöðu eða framkvæmdin er annað hvort:

HMT (hægri músartakkinn) og  valmynd > velja af listanum – þetta mun sýna allar einingar undir músarbendlinum.

- eða, smella á allar einingarnar á listanum með því að smella á hægri músartakkann snögglega, HMT þar til að sá sem verið er að leita að upplitast og smella þá á vinstri músarhnappinn, VMH til að velja.

Viðmiðunarstjórninn (intent manager) reynir að nota eða grípa einstaka þvingun um leið og skissað er. Þá þarf að:

HMT (hægri músartakkinn) og smella í gegnum skissueiningarnar til að leita að og afvirkja eða leyfa þvingunina.  

Nota þarf dálkahnappinn (Tab) til að kveikja á virkri þvingun. Þrýsta skal þá og halda niðri shift takkanum (Shift) til að afvirkja virknina að tengjast við nýjar þvinganir.

  Lóðrétt– er lína í lóðréttri afstöðu eða tvö samstillt lárétt hnit.

  Lárétt – er lína í láréttri afstöðu eða tvö samstillt lóðrétt hnit.

 

 

  Lóðlína – tvær kúrfur sem eru 90 gráður hvor á aðra. Þetta getur verið lína og lína, bogi og lína, tveir bogar eða bogi og bogi.

 

   Snertilína – þar sem einingarnar mætast ferðast þær báðar í sömu átt. Getur verið lína og bogi eða bogi og bogi. Er í raun snuðrulaus breyting tveggja eininga (sjá frekar um snertilínu á Wikipedia.

 

  Miðpunktur (midpoint) – þvingar hnit til að vera alltaf hálfa leið á endilangri línu.

  Tilviljun (coincidence) – setur tvær einingar á sama stað.  Tvö hnit, hnit ofan á línu, tvær línur, tvær miðjur boga (sammiðja).  Leitið eftir tveimur tilfallandi þvingunum á sama stað og takið eftir eftir hvítum stikum í láréttri og lóðréttri stöðu í kringum þvinganahringinn.   

 

   Sammiðju miðlínur (Symmetry Centreline)  – nota miðlínu sem byggingar- eða mótunarlínu. Hægt er að þvinga tvö hnit sem eru venjulega endahnit boga og línu og endahnit ætlað að halda svæði jöfnu sitt hvoru megin við miðlínu.

  Jöfnuður (equality) – gerir tvær einingar jafnar, línur jafnar að lengd og radíus boga jafnan.  

  Samsvörun (parallelism) – gerir tvær línur samsíða.